<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 10, 2005

Túmorró, túmorró... æ löfjú túmorró... 

Það styttist og styttist í að við feðgar förum til danaveldis að skemmta okkur, eða eins og ég er búinn að vera að kalla þetta: '6 daga legófyllerí í Danmörku.' Það er kominn gífurlegur spenningur í hópinn (2) og dagurinn í dag verður notaður í snatt og þess háttar svo að allt gangi smurt fyrir sig í ferðinni.

Fór reyndar áðan til þess að sækja ökuskírteinið mitt og það er ekki komið... það er ekki einu sinni búið að panta það!!! Ómægad... en allaveganna þá voru þær frekar aumingjalegar hjá lögreglustjóranum í Reykjavík þegar upp komst um klúðrið en með jafnaðargeð að vopna sagði ég bara: Fínt maður...
Þær redduðu mér einhverri staðfestingu og ég fékk alþjóðlegt ökuskírteini fríkeypis og ég á líklegast ekki eftir að lenda í einhverju veseni með það. Fínt maður.

Tannsi skellti krónunni í í morgun þannig að kolgeit-brosið verður á sínum stað í ferðinni... það verður nú reyndar ekki eins heitt og ég bjóst við en veðurspáin hljóðar uppá 15-20°C sem er allt í lagi bara... þá verður maður ekki sveitti gaurinn allaveganna á meðan. Ég var að hugsa um að 'kíp-jú-póstidd' með því að senda sms á bloggið mitt á meðan við erum úti... hvað við erum að gera og eitthvað svona shit. Við verðum bara í bandi.

Æjá... á meðan ég man... þá er ég búinn að breyta um netfang og þeir sem vilja senda mér póst geta smellt á 'Rokkarinn' hérna fyrir neðan hvern póst því að ég er búinn að uppfæra þetta shit. Annars nenni ég ekki að vera að pósta ímeil adressunni minni hérna útaf þessum spamm-mellum sem nota öll netföng sem þeir finna til þess að senda júnkmeil.

Hljómsveit næstu viku er danska hljómsveitin Kashmir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?