<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Danmörk part 1 

Þetta er sagan af Legófylleríinu sem við feðgarnir fórum í...

Ótrúlega gaman... munum ekki neitt!

HAHA... segi svona...
Þetta byrjaði allt á því að á laugardagsmorgninum kl. 3 vorum við feðgarnir báðir glaðvakandi... Hlynur reyndar nývaknaður en ég hafði ekki getað sofnað sökum vöðvabólgu og hausverks... ákvað svo þarna rétt um 3 leytið að skella loksins í mig verkjatöflum svo að ég gæti lúllað a.m.k. í klukkutíma áður en við lögðum af stað út á völl.
Þetta endaði svo þannig að við lágum saman uppi í rúmi og grenjuðum úr hlátri yfir Shrek 2 þangað til að klukkan sló réttrúmlegafjögur og fórum þá á fætur og bárum töskurnar útí bíl.

Þegar við komum út á völl þræddum við fríhöfnina og tsjilluðum svo þangað til að við stigum upp í vélina og flugum af stað. Við sváfum báðir mestalla leiðina.
Við fórum beint og náðum í flotta bílaleigubílinn okkar og keyrðum alla leið til Odense þar sem við byrjuðum á því að fara í Odense-Zoo. Fyrstu dýrin sem við sjáum þegar við komum inn eru gíraffar og ÓMÆGAD hvað þetta var kúl... svo hélt dagurinn bara svona áfram! Við sáum zebrahesta og þeir eru víst svartir með hvítar rendur las ég einhversstaðar um daginn... eða öfugt... jæja... það er annað hvort.
Við sáum ljón, mörgæsir, pelíkana, strúta, apa, rass-apa, veird-ass-birds og what-nots... bara jú neimitt... við sáum það... nema tígrisdýrið. Það var í felum.

Þaðan fórum við svo til Silla og Mjallar þar sem við fengum gott að borða og herbergi útaf fyrir okkur um nóttina. Það er alltaf svo heimilislegt að kíkja til fólks sem maður kannast við í útlöndum og fá að gista. Takk fyrir okkur Silli og Mjöll.

Sunnudagur
Þaðan fórum við daginn eftir og ókum alla leið til Billund þar sem við eyddum heilum degi í Legolandi. Það var ótrúlega gaman og sérstaklega vegna þess að þar var íslenskt veður sem gerði það að verkum að það voru ekki eins margir gestir eins og hefði verið hefði verið gott veður... HAHAHA killer setning.
Við prófuðum öll tækin... ÖLL og nokkur oftar en einu sinni og þegar garðinum var að loka fórum við í smá verslunarleiðangur. Hlynur eyddi 10þúsundkalli í búðinni og hefði getað eytt 20þús... A.M.K.!!!

Frá Legolandi fórum við til Bjarna og Bryndísar en þau eiga heima í 6 kílómetra fjarlægð frá Legolandi. Það var heví næs að vera hjá þeim... uppábúið hjónarúm, aðgangur að heitri sturtu hvenær sem er, eldhús og ískápur... jú neim itt... þarna eru líka yfirleitt nokkrar fjölskyldur á sama tíma þannig að krakkarnir hafa yfirleitt leikfélaga auk þess að geta skoðað hænurnar, geiturnar, smáhestana eða leikið sér í rólunum sem eru þarna á jörðinni hjá þeim. Snilld að vera þarna og maður fer líklegast aftur til þeirra ef maður fer í Legoland.

Mánudagur
Daginn eftir Legoland keyrðum við upp fyrir Árhús og fórum í Djurs-Sommerland en þar var bara varla hræða vegna veðurs... við ætluðum að fara í vatnslandið sem er þar en það var lokað vegna veðurs (enn og aftur íslenskt veðurfar) en við nutum þess að fara aftur og aftur í þau tæki sem voru opin... fyrir utan stóru hringekkjuna sem lyfti manni nokkra metra upp frá jörðinni og snérist svo á fullum hraða fyrst áfram... svo afturábak. Það var reyndar þannig með Hlyn í þessari ferð að í fyrstu ferðinni í hverju tæki sagði hann: Þetta er leiðinlegt! Við förum ekki í þetta aftur! en svo þegar maður kom niður þá heyrðist: Fljótur pabbi... förum beint í röðina aftur! :þ

Við keyrðum heim frá Randers og vorum komnir til Bjarna og Bryndísar um 9 leytið og skelltum okkur þá í heita sturtu og upp í rúm að púsla saman eitthvað af því legói sem Hlynur hafði keypt deginum áður í Legolandi.

Þriðjudagur
Nú keyrðum við alla leið til Köben þar sem við komum á hótelið okkar... Hótel Hóbó (Hotel Nebo) um 13:00. Við tjékkuðum okkur inn og löbbuðum svo frá Istedgade 6, í gegnum Höfuðbanan (Hovedbanengárd) og beint í Tívolíið. Þetta tók 5 mínútur. Við vorum svo í Tívolíinu til 10 um kvöldið en flest tækin hætta að ganga um 22:30 á kvöldin!

Miðvikudagur
Á seinasta deginum keyrðum við alla leið niður til Rödby þar sem við eyddum heilum degi í Lalandia sem er vatnsleikjagarður. Það er algjör snilld að vera þarna! Vatnsgarðurinn er allur innandyra og við hlupum til skiptis í rennibrautirnar 4, öldusundlaugina eða köldu laugarnar! Laugarnar þarna eru ekki upphitaðar þannig að þegar kalt er í veðri hættir sér engin í sund... af því að það er kalt... og þá meina ég KALT! En þennan dag var heitt... ómægad það var heitt...
Þegar við vorum búnir í sundi fórum við í mínigolf inni... svo úti... sitthvorar 18 holurnar, fengum okkur ís... Hlynur fór í svona trampólín-teygju-júnit... tvisvar... smá þythokkí... svo eitthvað sé nefnt og seinnipartinn lögðum við svo af stað til Köben aftur. Það var svo heitt í bílnum að Hlynur lét þessa fleygu setningu falla: Það er bara HITABYLGJA hérna! (og þá átti hann við inni í bílnum!). Við dóum svo úr hlátri á leiðinni heim þegar við ösnuðumst til að smakka á kókinu sem var skilið eftir úti í bíl um morguninn! HAHAHAHA Þetta var svo fyndið að það hálfa væri nóg! Ég hef ekki séð þennan svip á Hlyni síðan ég gaf honum smakk af sítrónu þegar hann var ungabarn! Nema hvað það læddist með þessu lúmskur prakkarasvipur sem breyttist svo í tröllahlátur! :þ Kókið var orðið þykkt... sjóðandi heitt... eins og kaffi og bragðaðist eins og ein mesta sykurleðja sem maður getur hugsað sér! HAHAHA... svo keyrðum við með tásurnar út um gluggann til þess að kæla/kæfa táfýluna. Úff... heitur dagur.
Við lukum svo deginum með því að labba Strikið til enda... alla leið inn í Nýhöfn og til baka... keyptum okkur svo Makkdónalds sem við tókum með okkur upp á hótelherbiggi... get nú ekki sagt að það hafi verið ánægjusvipur á afgreiðsluliðinu þegar við komum með matinn inn í lobbíið með okkur... en eins og ég segi... Hótel Tsjíbó... hehe...

Fimmtudagur
Við vöknuðum hreinlega bara... borðuðum morgunmat og tókum restina til... fórum svo út á Kastrúpp og skiluðum bílnum og biðum eftir fluginu okkar. Hann varð svolítið ónýtur þessi dagur... en það var gaman að rifja upp ferðina... og síðast en ekki síst að leika sér í boltunum í barnalandinu á flugvellinum. Við veltumst þar um... feðgarnir og það var mjög erfitt að sjá hvor hafði meira gaman af boltunum... pabbinn eða sonurinn... sérstaklega af því að það var enginn þarna nema við :þ

Góður endir á góðri ferð...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?