<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Danmörk part 2 

Jæja... þetta er sagan af Hróarskeldunni 2005... sem var easy-money eins og maður segir...

Ég var næturvakt miðvikudagskvöldið og hélt mér svo vakandi fram að flugi sem var klukkan 15:30 :þ
Ég fékk mér bjór í morgunmat þegar ég kom heim úr vinnunni og pakkaði því sem ég taldi mig þurfa í flugfreyjutöskuna. Ég var búinn að redda mér gistingu þannig að ég ætlaði ekkert að vera að burðast með of mikið drasl með mér.

Fimmtudagurinn fór semsagt mestmegnis í ferðalög og kom ég inn á Roskilde-festival-svæðið um 11 leytið að staðartíma. Rambaði á Heimi Berg og hans fríða föruneyti sem ég hékk með eiginlega alla helgina. Þeir skutu yfir mig skjólshúsi þar sem að ég hafði 'óvart' tekið lestina alla leið frá Kastrup til Hróarskeldu... ætlaði að fara úr við Norreport-station en það klikkaði víst eitthvað og ég endaði í Hróarskeldu... skellti mér því bara inn á svæði með það að leiðarljósi að ná að krassa einhversstaðar um nóttina. Það tókst.
Ég var reyndar fenginn til þess að spila á gítar á tjaldstæðinu þarna um kvöldið og það var alveg rífandi stemning í tvo-þrjá tíma á meðan maður spilaði allt frá Nínu með Stebba Hilmars og Eyjólfi Kristjáns, til Johnny B. Goode með Chuck Berry! :þ

Föstudagur
Ég svaf Á sæng og Í fötunum eins og prinsessa og ég held að líkamleg þreyta hafi borið kröfu um þægindi ofurliði því mér leið eins og nýjum manni þegar ég vaknaði. Við röltum svo frá sumarbústaða-landinu að næstu strætóstöð þar sem við tókum strætó í gegnum alla Hróarskeldu á lestarstöðina. Ég tryggði mér eilíft líf og frían passa inn í himnaríki í þessari strætóferð þar sem að þessi dagur var greinilega alþjóðlegur dagur eldriborgara í strætó. Ég hugsa að það hafi hver einast manneskja eldri en sextugt í Hróarskeldu tekið ÞENNAN strætó þennan dag!!! Ég gerði ekkert annað en að standa upp til þess að láta eftir sætið mitt og gott ef maður hefur ekki fengið nokkur blikk frá gömlu konunum sem höfðu greinilega sjaldan kynnst annarri eins riddaramennsku!

Við héldum svo beint inn á svæði þar sem við komum okkur fyrir utan Pavilion sviðið þar sem Mugison var að spila. Ég hafði einmitt séð hann deginum áður á BSÍ að vera að skófla í sig hammara. Ég er nú ekkert spez hrifinn af tónlistinni hans en mér fannst það helvíti flott þegar hann sagði:
„Ok, now I'm going to play two songs, and when I'm finished playing these two songs I will go off stage and you will all scream: Mugi, Mugi, and then I will come again and play Murr Murr for the Icelandic people!“
Sem hann og gerði við mikinn fögnuð viðstaddra...

Eftir Mugison sátum við bara á sama stað og skiptumst á að fara og sækja bjór. Það var of heitt til þess að færa sig eitthvað og við kepptumst öll við að bera sólarvörn á okkur til þess að fá ekki sama BASE-TAN og Guðgeir var með :þ

Snoop Dog byrjaði daginn á Orange-sviðinu og ég kom mér fyrir í röðinni til þess að komast í pyttinn fyrir Audioslave. Ég sé ekki vitund eftir þessari tveggja tíma bið því að ég var eiginlega alveg fyrir miðju FREMST þegar Audioslave sté á stokk!!! Shitt hvað Chris Cornell er flottur gaur! Sama hvað hann Biggi í Maus segir... MÉR FINNST BIGGI Í MAUS VERA SVEITTUR GAUR!!!!!!!!!

Eftir troðning og barning sem fylgir því að vera í pyttunum fór ég c.a. fyrir miðju til þess að hlýða á Black Sabbath. Mússíkin hjá þeim var þétt en háu tónarnir hjá Ozzy voru ekki alveg að hitta í mark... hann er náttúrulega bara orðinn gamall... Klikkað gaman að sjá Tony Iommi því að hann er einn af stærstu rokkhetjunum í ROKKSÖGUNNI!!!

Ozzy skemmti sér ekkert smá vel og hoppaði um sviðið eins og kengúra og var ótrúlega ólíkur sjálfum sér úr 'raunveruleikaþættinum' The Osbourns. Hann var mjög hress og hann sagðist elska fólkið (á Roskilde) svona tvisvar-þrisvar í hverju lagi... auk þess að hann bað fólk að...: „Go crazy for me Roskilde!!!“

En þeir voru flottir gaurar... alveg ómissandi að hafa séð þá... í lífinu.

Laugardagur
Á laugardeginum var ég kominn inn á svæðið hálf þrjú af því að Óli Palli ætlaði að hitta okkur vinningshafana klukkan þrjú... hann tók létt viðtal við okkur og bað svo að heilsa þegar hann fór með viðtalið og sendi það hingað heim þar sem það kom í útvarpinu hálftíma seinna.

Ég beið spenntur fyrir framan Orange sviðið og sá Jimmy Eat world og ég er ennþá á því að þeir séu one-hit-wonder... Foo Figthers voru frábærir og með gott prógramm... reyndar sama og þeir voru svo með hérna nokkrum dögum síðar, fyrir utan seinasta lagið. Þeir voru samt ekki eins fullir þarna úti eins og hér... herma fregnir a.m.k.
Green Day voru klikkað flottir og söngvarinn vildi bara ekkert fara af sviðinu!
Það var samt klikkað kúl hjá þeim að þeir bjuggu til nýja hljómsveit í einu laginu! Þannig var það að hann bað fyrst um einhvern sem gæti trommað... svo einhvern sem kynni á bassa... og síðast bað hann um besta gítarleikarann í Danmörku! Hehe... þessa þrjá fékk hann upp á svið úr áhorfendaskaranum og þeir spiluðu eitt lag! Klikkað kúl... svo þegar lagið var búið sagði hann við strákinn sem spilaði á gítarinn: „You get to keep the guitar!“ og gaurinn kiknaði alveg í fótunum og var himinlifandi við þessi tíðinidi... söngvarinn hélt svo áfram og sagði: „and get the fuck off my stage!“ HAHAHA... klikkaður töffari.

Á eftir Green Day komu svo Duran Duran sem komu mér geðveikt á óvart! Ekki nóg með að þeir spiluðu mjög vel og Simon LeBon náði öllum nótum heldur voru þeir bara flottir í alla staði, miklu rokkaðri heldur en á plötunum og með gott prógram! Komu mér virkilega á óvart skoh!

Aftur komst ég í gítar á tjaldstæðinu og spilaði þangað til að ég sleit streng :( Hef bara ekki slitið streng síðan ég veit ekki hvenær :'( og vona bara að þetta hafi verið svona one-hit-wonder (sjöníuþrettán). Ég skrallaði þarna fram á morgun og var kominn til Þórhildar (vinkonu Helgu sem ég gisti hjá) um 10 leytið um morguninn... hehehe :þ lifi rokkið! og lagðist loks til hvílu!

Sunnudagur
Ég vaknaði seinnipartinn... fór í sturtu... kom mér inn á svæði... sá Brian Wilson og það var algjör snilld! Kallinn er náttúrulega svona svona í kollinum en hann hefur röddina ennþá og snilldar hljóðfæraleikara/söngvara með sér. Þegar hann er hálfnaður með prógrammið sitt þá er seinast lagið að klárast og c.a. 20 sec eftir af því... þá fer hann bara út af sviðinu! HAHAHA... það var svo fyndið... gaurinn var búinn að vera að kíkja á klukkuna sína af og til allt spileríið eins og hann væri að drífa sig eitthvað... hehe... en svo kom hann aftur og við vorum eiginlega öll lögð af stað að Arena-sviðinu til að sjá Interpol en þá kom kallinn aftur og tók öll flottustu Beach Boys lögin og það varð svo klikkuð stemning að það fóru bara allir að dansa og tjútta eins og geðsjúklingar!!! Ótrúlega kúl... breytti algjörlega minni sýn á þessum manni. En flottasta atriðið var samt þegar hann sagði: „On our last album we did a christmas song... we're going to play that for you now.“ og allir klöppuðu og við litum hvert á annað og flissuðum smá... en svo byrjuðu bara jólabjöllur að klingja og hann tók JÓLALAG fyrir gesti Hróarskeldu-hátíðarinnar! Djövull var það kúl shit!!! HAHAHAHA!!!!!

Ég fór svo með öllum skaranum að Arena sviðinu og hlustaði á Interpol og þeir verða skoðaðir nánar á næstu dögum. Góð mússík þar á ferð.
Þaðan fór ég að minnisvarðanum sem var reistur um þá sem tróðust undir þegar Pearl Jam spilaði á Hróarskeldu árið 2000, smellti af honum mynd og hélt áleiðis til Albertslund þar sem Óli frændi tók á móti mér.

Ég hvet alla sem eru að fara til Eyja um verslunarmannahelgina að endurskoða það fyllerí og skella sér á Hróarskelduna... svipaður peningur sem fer í þetta skoh... ég er að tala af reynslu, þó svo að ég hafi fengið frítt núna. En það er náttúrulega hægt að gera bæði... en það eru ekki allir sem skíta seðlum.
Á 100þúsund manna hátíð er ekkert um slagsmál eða nauðganir... bara góður fílíngur og yfirleitt gott veður... á meðan að 10þúsund manna hátíð í Eyjum verður að einhverju 'Gladiator-fest' fyrir slagsmálahunda og hátíð fyrir óprúttna nauðgara...
Ég þarf allaveganna ekki að hugsa mig tvisvar um.

Lifi rokkið gott fólk... lifi rokkið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?