<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 29, 2005

Einn, tveir og... 

Brjáluð læti beint fyrir ofan okkur feðgana... EINN, TVEIR OG ...
Eitthvað verið að taka á hlutunum :þ Hlynur virðist nú alveg vera að sofna þannig að ég er ekki mikið að kippa mér upp við þetta.

Mér fannst þetta kúl með atvinnubílstjórana í dag. Það er greinilega hægt að taka sig saman og mótmæla einhverju öðruvísi heldur en að blóta einhverju í hálfu hljóði og taka pirring sinn út á fólki sem maður þekkir... eða þekkir ekki.

Ég 'honkaði' þegar ég keyrði framhjá strollunni í dag, rétti höndina út úr bílnum og myndaði 'rock n' roll' með vísifingri og litla putta... Atvinnubílstjórarnir voru að fíla'ða og honkuðu til baka með bros á vör. Stemning.

Við feðgarnir fórum út á Skaga aðeins í dag og kíktum á nýja trommusettið hans Einars Gísla sem við versluðum í sameiningu í gegnum Íbei-akkántið mitt fyrir um mánuði síðan og þetta er klassa eintak. Einhversstaðar á bilinu eins til tveggja ára gamalt og lítur út eins og nýtt. Það fylgdu með því allir standar og diskar og hann borgaði rétt rúmlega hundrað þúss fyrir það hingað heim komið í gegnum ShopUsa! Bara til þess að fólk fatti sittjúeisjonið þá kosta skeljarnar (bara trommurnar, öngvir standar né diskar) hérna heima 260þús! Þannig að þetta er eiginlega díll off a læftæm. Svo fórum við í allar sjoppurnar og verslanirnar og hengdum upp auglýsingu fyrir Ballið sem verður á föstudaginn næstkomanda.

Verð nú bara eiginlega að henda þessari auglýsingu hérna inn svo að þið getið séð'ana. Brillíjant auglýsing! Njótið... vel og lengi og svo er auðvitað algjört möst að mæta!!!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?