<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Gullmolar! 

Ég sótti Hlyn á fimmtudaginn seinasta upp í sveit til ömmu hans. Þegar við erum að nálgast Bauluna segir Hlynur:
„Hey pabbi? Getum við stoppað aðeins í Baulunni?“
-„Nei, því miður, ég er ekki með veskið mitt...“
Svo þegar við erum hálfnaðir til Borgarness segir hann:
„Hey pabbi, við getum stoppað í Hyrnunni og fengið okkur eina pulsu, ég er SVO svangur.“
-„Nei, því miður Hlynur, ég er búinn að vera að vinna í allan dag og ég gleymdi veskinu mínu heima. Við gætum komið við uppá Skaga hjá ömmu Siggu og athugað hvort að það sé ekki eitthvað til í gogginn þar...“
„Ok“
Svo þegar við erum að nálgast Skagann segi ég við Hlyn að við stoppum ekkert hjá ömmu heldur rennum við í 10/11 þegar við komum í bæinn og fáum okkur eitthvað þar. Hlynur tekur vel í það. Við stoppum svo aðeins hjá Dvalarheimilinu og tökum Svabba upp í. Svo þegar við keyrum framhjá Leynisbrautinni (sem er seinasti séns til þess að beygja upp til ömmu Siggu) heyrist í Hlyni aftur í:
(fórnar höndum)„HALLÓ! Var ég ekki svangur eða?!?!?
HAHAHA... ég og Svabbi hlógum alla leið inn að göngum!

Svo í gær þegar við feðgarnir vorum að verða komnir í Mosó í gær segir Hlynur:
„Pabbi... ég á tvo pabba!“
-„Nú?“
„Já. Þig og einn tengdapabba! Þú og Jón Karl Jón eruð pabbar mínir. Jón Karl Jón er pabbi hennar Eriku!“
HAHAHA... snillingur!

Svo er seinasti gullmolinn frá honum það sem hann skrifaði áðan í Word í tölvunni minni... ég copy/paste-a þetta beint hingað... þið getið séð þetta með eigin augum:

DELIA ERTÞÚ SKOTINI MER
EFÞÚERT SKOTINI MER
EÐÞÚERT SKOTINI MER
ÞÁATLAÆTLAÉKABJÓÞAÞER
IPARTI

TILDELIU
FRÁHLINI

Snillingur?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?