<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Skottulæknar part II og Hlynur beibígaur! 

Steingleymdi að minnast á það, í bræði minni, að rétt áður en læknirinn kvaddi mig og rétt eftir reykingarræðuna þá spurði hann mig hvað ég ætlaði að gera um helgina!?!?!? Ég sagðist ætla að taka því bara rólega... þá var hann að fiska eftir því hvort að ég væri að fara eitthvað á fyllerí ÖRUGGLEGA TIL AÐ GETA LESIÐ YFIR MÉR Í SAMBANDI VIÐ ÞAÐ LÍKA!!!!!!

Kristín amma'ns Hlyns kom með hann í gær til mín og við eyddum saman deginum í gær og í dag. Við fórum uppá Skaga, skelltum okkur í sund, grilluðum á Jörundarholtinu ofan í okkur og Atla bró og fórum svo á hljómsveitaræfingu eftir mat.

Við komum svo í bæinn um kvöldið og ég lagðist dauðþreyttur upp í rúm hjá Hlyni þegar við vorum búnir að bursta. Við fórum aðeins að spjalla og snérist spjallað svo fljótlega um þessar kærustupælingar Hlyns. Ég minnti hann á að hann hefði gleymt 'ástarbréfinu' til Delíu seinast þegar hann var hjá mér og að hann gæti tekið það með sér daginn eftir. Þá er hann allt í einu ekki lengur skotinn í henni heldur henni Eriku. Honum fannst þetta voðalega asnalegt af mér að halda að hann væri ennþá skotinn í Delíu og hann sýndi mér hversu mikið hann væri skotinn í þeim báðum með því að nota hendurnar (svona eins og veiðimenn gera þegar þeir eru að ýkja um hve stór laxinn hafi verið) og það var mikill munur á skotunum :þ

Svo í morgun héldu þessar pælingar áfram og þá var hann eiginlega kominn á það að það væri bara best að vera kærasti þeirra beggja... Ég spurði hann hvort að hann héldi að þær yrðu alveg sáttar við það og hann hélt að það yrði nú lítið mál... :þ

Að svo stöddu fannst mér ég ekki þurfa að eiga neitt tal við hann í sambandi við kvenfólk en sagði honum samt að hann yrði alltaf að koma vel fram við stelpur, það væri númer 1, 2 og 3 og að það væri nú ekki mikið mál fyrir hann að eiga tvær kærustur svo lengi sem að þær væru BÁÐAR sáttar.

Við fórum svo aftur í sund uppá Skaga í dag áður en ég fór með hann upp í Borgarnes vegna þess að Hlyn langaði svo mikið til þess að kaupa sér ÍA handklæði sem hann og gerði, fyrir sína eigin peninga! Ég er nú bara feginn að hann hafi ekki tekið allt innihaldið úr bauknum sínum vegna þess að hann hefði auðveldlega getað eytt því öllu í eitthvað ÍA-dót :) Vona bara að Akranes-Borgarnes rígurinn sé ekki byrjaður hjá þeim svona ungum því annars getur hann lítið annað gert en að nota handklæðið sitt heima...

Annars er ég bara hérna í vinnunni... slappur í bakinu ennþá... sem er einstaklega skemmtilegt af því að það er allt í klessu hérna í vinnunni og svo er þessi þrýstingur á heilann (æxlið) ekki að hjálpa til... Fínt maður... lifi rokkið bara!

Lag dagsins er In my head með Queens of the Stone age...

og fyrir þá sem lesa ekki bloggið hjá Pétri í Dúndurfréttum þá er hérna smá brandari:
Hvað heitir uppáhaldslag erfðafræðinga?
Let's twist a gen

This page is powered by Blogger. Isn't yours?