<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 23, 2005

Áts! 

Er staddur hérna heima hjá mömmu Rokk en ekki í vinnunni í dag eins og ég ætti með réttu að vera... Mætti samt alveg í morgun en fór í bakinu, fékk 'tak' í bak og gekk skakkur út í bíl til Atla bró sem sótti mig í morgun. Ég fór beint í pottinn þegar ég kom á Jörundarholtið og svitnaði í honum í klukkutíma. Lá svo með kaldan bakstur í tæpan hálftíma og er að bíða núna eftir því að geta skellt köldum bakstri aftur á. Er orðinn 10 sinnum betri en ég var og fer alveg örugglega í vinnuna á morgun.

Þá sjaldan sem maður...
verður veikur þá tek ég það með stæl. Búinn að vera með hálsbógu og drasl frá því að ég kom heim frá Danmörku í SEINNA skiptið ;) og vill ég meina að það sé vegna loftslagsbreytinga frekar heldur en fráhvarfseinkenna vegna ódýrs bjórs :þ

Annars bara allt gott... læf is bjúddífol eins og mamma Rokk myndi segja... sól í heiði og allur þessi pakki :) Bara verst að það sé svona brjálað að gera hjá mér ákkúrat núna.

ÉG VILL MINNA YKKUR, LESENDUR GÓÐIR, Á BALLIÐ SEM NORÐURÁLSHLJÓMSVEITIN VERÐUR MEÐ Á EFRI HÆÐINNI Á BREIÐINNI ÞANN 5. ÁGÚST!!! ÞAÐ VERÐUR AÐ SJÁLFSÖGÐU FRÍTT INN OG EF ÞAÐ VERÐUR EITTHVAÐ RUKKAÐ INN ÞÁ SEGIST ÞIÐ BARA VERA FASTAGESTIR Á BLOGGINU MÍNU OG ÞAR MEÐ KOMIN Á GESTALISTA!!! ÞETTA VERÐUR BRJÁLAÐ STUÐ FRAM Á RAUÐA NÓTT!!!!!

Annars fékk ég líka tilboð um að vera með í bandi sem á að spila á Amsterdam föstudags- og laugardagskvöld einhverja helgina í ágúst og fá böns af monní fyrir :)
Það er ekki tekið út með sældinni að vera rokkstjarna á Íslandi! ;) Læt ykkur vita betur af því þegar það skýrist betur með það.

En núna ætla ég að fara að skella köldum bakstri aftur á bakið á mér...
Hafið það gott...
l8er
Rokkarinn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?