fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Bitri gamli karl!!!
Las einhver 'Blaðið' í dag? Á blaðsíðu 14 er aðsend grein eftir Jóhann L. Helgason (sem, með smá rísörts, er skráður til heimilis í Svíþjóð) sem ber heitið 'Hinsegin þjóð?'
„Ætla skal að miðað við áhorfendafjöldann á hinsegin dögum nú í águst sé homma og lesbíu faraldurinn stöðugt að breiða úr sér á Íslandi. Með dyggum stuðningi stjórnvalda við útbreiðslu sóttarinnar stefni hratt í að Ísland verði eitt mesta homma og lesbíu bæli jarðarinnar að San Fransisco meðtalinni.“
„Við homma og lesbíur vil ég segja þetta að lokum:
Hættið að rugla börnin okkar í ríminu jafn lymskulega og raun ber vitni. Hættið líka að segja við heiminn að þið séuð eitthvað annað en óeðlileg. Farið aftur inn í skápinn og lifið ykkar kynlífi í friði og fjarlægt frá okkur hinum og lokið vel á eftir ykkur. Fordómana hafið þið sjálf skapað.“
Svo að sjálfsögðu skýlir hann sér á bak við kristna trú þar sem samkynhneigð er talin viðurstyggð og óeðli... Mig langaði til þess að svara þessu bréfi en ég þarf þessi ekki. Þeir sem lesa þetta bréf eftir hann Jóhann annað hvort hlæja að honum eða vorkenna honum.
Það eru nú ekki svo margar aldir síðan biskupar og kardinálar kristinnar trúar misnotuðu unga drengi... hvort myndi það flokkast undir hommaskap eða kynferðislegt ofbeldi? Lærðustu menn biblíunnar fara ekki eftir henni sjálfir þannig að svona óldskúl bókstafstrúarmenn/ eða fordómafullir gamlir karlar lifa bara í fáfræði sinni og hræðslu vegna þess að fordómar eru jú til komnir vegna fáfræði.
Ég ætla ekki að svara Jóhanni og ég ætla bara rétt að vona að ef hann eigi einhver skyldmenni hérna á klakanum að þau reyni eitthvað að tjónka í hausnum á honum þar sem að samkynhneigð er engin synd... nema í augum örfárra þrönsýnna fáfræðinga. Ef fólk hætti bara að skipta sér af öðrum og leyfði fólki bara að lifa í sátt og samlyndi við sína trú og sín gildismöt þá væri heimurinn líkegast allt annar staðar að búa á.
Ég sagði Hlyni frá því, þegar Gay pride var í gangi á laugardaginn að þetta væri hátíðsdagur samkynhneigðra, þ.e. homma og lesbía. Hommi er maður sem er skotinn í, eða ástfanginn af öðrum manni og lesbía er kona sem er skotin í, eða ástfangin af annarri konu. Það er bara ekkert athugavert við það og sérstaklega þar sem ástin þekkir hvorki aldur, litarhaft eða kynhneigð. Honum finnst það bara eiginlega ekkert skrýtið að það séu til karlar sem eru kærustupar og konur sem eru kærustupar. Þeirra líf, þeirra val.
Jóhann... eitt vil ég segja við þig að lokum. Farðu bara aftur til Svíþjóðar, inn í hellinn þinn og lokaðu á eftir þér. EÐA farðu bara í hellinn til Sjálfstæðismannanna... það er örugglega nóg pláss þar. Ekki reyna að tileinka þér ný sjónarmið og skoðanir... það gæti orðið stórhættulegt fyrir þig... það gæti kannski komið í ljós að homma-/lesbíufælni þín væri bara það að þú sért samkynhneigður... dauðasynd ekki satt?!?
Fyndið að hugsa líka til þess að þegar samkynhneigður einstaklingur opinberar kynhneigð sína er talað um að koma út úr skápnum... en staðreyndin er sú að hann/hún er að koma INN í skápinn... Skáp fyrirframákveðinni skoðanna, normala, gilda og hefða...
Eitt í lokin:
„Drottins er að dæma. Uppruni málsháttarins er ókunnur en vísunin er í kristna trú. Samkvæmt henni hefur drottinn æðsta dómsvald og það er því ekki okkar mannanna að taka fram fyrir hendur Guðs í mati okkar hver á öðrum. Það er líka margreynt að enginn kemst lengra en Guð vill og eins telja kunnugir það nokkuð ljóst að allt sér Guð um síðir.“ Mjólkurfernuspeki.
„Ætla skal að miðað við áhorfendafjöldann á hinsegin dögum nú í águst sé homma og lesbíu faraldurinn stöðugt að breiða úr sér á Íslandi. Með dyggum stuðningi stjórnvalda við útbreiðslu sóttarinnar stefni hratt í að Ísland verði eitt mesta homma og lesbíu bæli jarðarinnar að San Fransisco meðtalinni.“
„Við homma og lesbíur vil ég segja þetta að lokum:
Hættið að rugla börnin okkar í ríminu jafn lymskulega og raun ber vitni. Hættið líka að segja við heiminn að þið séuð eitthvað annað en óeðlileg. Farið aftur inn í skápinn og lifið ykkar kynlífi í friði og fjarlægt frá okkur hinum og lokið vel á eftir ykkur. Fordómana hafið þið sjálf skapað.“
Svo að sjálfsögðu skýlir hann sér á bak við kristna trú þar sem samkynhneigð er talin viðurstyggð og óeðli... Mig langaði til þess að svara þessu bréfi en ég þarf þessi ekki. Þeir sem lesa þetta bréf eftir hann Jóhann annað hvort hlæja að honum eða vorkenna honum.
Það eru nú ekki svo margar aldir síðan biskupar og kardinálar kristinnar trúar misnotuðu unga drengi... hvort myndi það flokkast undir hommaskap eða kynferðislegt ofbeldi? Lærðustu menn biblíunnar fara ekki eftir henni sjálfir þannig að svona óldskúl bókstafstrúarmenn/ eða fordómafullir gamlir karlar lifa bara í fáfræði sinni og hræðslu vegna þess að fordómar eru jú til komnir vegna fáfræði.
Ég ætla ekki að svara Jóhanni og ég ætla bara rétt að vona að ef hann eigi einhver skyldmenni hérna á klakanum að þau reyni eitthvað að tjónka í hausnum á honum þar sem að samkynhneigð er engin synd... nema í augum örfárra þrönsýnna fáfræðinga. Ef fólk hætti bara að skipta sér af öðrum og leyfði fólki bara að lifa í sátt og samlyndi við sína trú og sín gildismöt þá væri heimurinn líkegast allt annar staðar að búa á.
Ég sagði Hlyni frá því, þegar Gay pride var í gangi á laugardaginn að þetta væri hátíðsdagur samkynhneigðra, þ.e. homma og lesbía. Hommi er maður sem er skotinn í, eða ástfanginn af öðrum manni og lesbía er kona sem er skotin í, eða ástfangin af annarri konu. Það er bara ekkert athugavert við það og sérstaklega þar sem ástin þekkir hvorki aldur, litarhaft eða kynhneigð. Honum finnst það bara eiginlega ekkert skrýtið að það séu til karlar sem eru kærustupar og konur sem eru kærustupar. Þeirra líf, þeirra val.
Jóhann... eitt vil ég segja við þig að lokum. Farðu bara aftur til Svíþjóðar, inn í hellinn þinn og lokaðu á eftir þér. EÐA farðu bara í hellinn til Sjálfstæðismannanna... það er örugglega nóg pláss þar. Ekki reyna að tileinka þér ný sjónarmið og skoðanir... það gæti orðið stórhættulegt fyrir þig... það gæti kannski komið í ljós að homma-/lesbíufælni þín væri bara það að þú sért samkynhneigður... dauðasynd ekki satt?!?
Fyndið að hugsa líka til þess að þegar samkynhneigður einstaklingur opinberar kynhneigð sína er talað um að koma út úr skápnum... en staðreyndin er sú að hann/hún er að koma INN í skápinn... Skáp fyrirframákveðinni skoðanna, normala, gilda og hefða...
Eitt í lokin:
„Drottins er að dæma. Uppruni málsháttarins er ókunnur en vísunin er í kristna trú. Samkvæmt henni hefur drottinn æðsta dómsvald og það er því ekki okkar mannanna að taka fram fyrir hendur Guðs í mati okkar hver á öðrum. Það er líka margreynt að enginn kemst lengra en Guð vill og eins telja kunnugir það nokkuð ljóst að allt sér Guð um síðir.“ Mjólkurfernuspeki.