<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Hnignun í íslensku tónlistarlífi... 

er þegar búinn er til nýr eða þýddir textar við lög Kim Larsen. Ekki misskilja mig, ég fíla Kim Larsen, mér finnst hann ekta, þó svo að hann hafi aldrei verið 'uppáhalds-' tónlistarmaður minn. Veit reyndar ekki hversu mikið Pétur Kristjáns heitinn, sé tengdur þessu... en ég á bágt með því að rokkari eins og hann hafi verið bendlaður við þennan óbjóð beint.

Það er nú eitt að vera alltaf að búa til einhverja FM-texta við þekkt erlend lög í byrjun sumars og það gerði alveg útslagið hjá mér þegar þeir tóku 'I was made for lovin' you' með Kiss og gerðu það að 'Koddu með á sumardjamm'! Sejetturinn hvað ég varð fúll þá. Af hverju er bara ekki hægt að drullast til að búa til ný lög? Láta þau bara sökka þá á sinn hátt í staðinn fyrir að eyðileggja einhver önnur lög?!? Svo fá þessi 'tónlistarmenn' stefgjöld af þessum afhroða!

En yfir í aðra sálma... ég var að hlusta á Rúv í vinnunni á mánudaginn af illri nauðsyn vegna þess að það næst ekki önnur útvarpsstöð í útvarpið sem er í lyftaranum þegar maður er að keyra út. Þessi þáttur byrjaði nú ágætlega en ég get svarið það að það heyrðist í beinni útsendingu þegar þau byrjuðu að drulla upp á bak.
Fyrsta atriðið var þegar kona hringdi inn og vildi fá að heyra fleiri kántrí-lög á Rás 2, sem er í góðu lagi af því að kántrí getur verið skemmtilegt... en hún vildi með þessu lagi senda kveðju til systur sinnar. Hún var spurð hvort að hún vildi eitthvað sérstakt lag en hún hafði ekkert í huga þannig að hún leyfði þáttarstjórnendum að velja. Þau völdu fyrir hana, með systrakveðju: STAND BY YOUR MAN! Hversu heimskulegt er það?!? Þau hafa kannski vitað að kall systur hennar tuskaði hana reglulega? Fyrir þá sem ekki vita leynist í þessum texta kvenhatur mikið og er í raun og veru söngur konu til kynsystra sinna um að standa með kallinum og fara ekki frá honum þó hann berji þig eins og harðfisk. Skemmtilegt.
Næsta afhroðið kom þegar þau voru beðin um að spila 'Anotherone bites the dust' með Queen. Þegar það er búið að biðja um lagið nokkrum sinnum skella þau því á... en einhverri rappútgáfu!!! Sejetturinn hvað ég varð fúll. Brian May var reyndar búinn að sansa þessa útgáfu sjálfur... en ég meina kommon...
Þriðji hryllingurinn kom svo þegar þau spiluðu 'Mother' eftir Pink Floyd með einhverri hljómsveit sem var búin að leika sér að því að gefa út 'The Wall' í kántríútgáfu! og það lélegri!!! ÓMÆGAD!!! Ég slökkti að sjálfsögðu á útvarpinu og hugsaði þeim þegjandi þörfina!

Og er svo fólk hissa á því að maður dánlódi lögum af netinu til þess að búa til og brenna diska fyrir sig? En þetta var eins og áður segir af illri nauðsyn sem ég kveikti á Rás 2 þannig að þetta gerist líklegast ekki aftur í bráð... eða bara ever!

Annars er allt gott... þeir sem hafa áhuga geta kíkt í grill á föstudagskvöldið á Jörundarholtið þar sem létt upphitun fyrir ballið á Breiðinni með 'The Norðurál Group' verður. Óstaðfrestar fregnir herma að þarna verði a.m.k. 2 hljómsveitarmeðlimir úr hinni heimsþekktu hljónst. Vertu þar eða vertu ferningur (Be there or be square).

Ætla ekki allar að skella sér á frítt ball á Skaganum á föstudaginn?!?!?!?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?