föstudagur, ágúst 26, 2005
Kysstu ömmu einn...
er fleyg setning sem Hlynur hefur, fram til þessa, fengið að heyra þegar við leggjum leið okkar til mömmu Rokk. En hún er í einhverju átaki núna að segja það ekki og það er ótrúlega fyndið hvað það liggur í loftinu þegar við feðgar mætum í heimsókn að Jörundarholti 15.
Nema hvað... Hlynur kom til mín á mánudaginn seinasta og hann sat ofan á mér í sófanum. Við vorum að tala um eitthvað fyndið og Hlynur hallaði sér yfir mig og sló létt á bringuna á mér. Þá sagði ég við hann: „Hey, vertu aaa við pabba“ (eins og maður púllar iðulega á lítil börn þegar þau eru farin að fatta að vera góð við e-ð eða e-n) og þá sagði Hlynur hátt og snjallt: „Kysstu ömmu einn!“ og það er nú varla frásögu færandi nema hvað að okkur var líklegast vart hugað líf út af hláturskrampa! :þ
Svo þegar við komum í heimsókn til mömmu Rokk/ömmu seinna þennan dag þá Hlynur sér leik á borði og púllaði: „Vertu aaa við Hlyn“ áður en að hún gat sagt: „Kysstu ömmu einn.“
Ég fór svo í gær upp í Borgarnes til þess að fara með Hlyni á skólasetninguna og að hitta kennarann. Ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessu og það verður gaman fyrir Hlyn að byrja í sexárabekk. Hann sat í gær á móti Herði Gunnari, syni Dúddu og ef þetta verða sætin í vetur þá er líklegt að þeir eigi eftir að rugla reitum eitthvað saman... a.m.k. sem fjélagar.
Ég er eitthvað voðalega andlaus núna, búinn með 2 næturvaktir af þremur og gat eiginlega ekkert sofið í morgun. Þó svo að ég sé í mjög góðu yfirlæti á Jörundarholtinu, þá voru draumfarir mínar eitthvað tengdar vinnunni í álverinu og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt... auk þess að Hlynur er á leiðinni til mín og verður hjá mér fram á sunnudag. Þetta verður semsagt seinasta 'rúmlega-pabbahelgin' mín a.m.k. í einhvern tíma. Þetta er svolítið erfitt fyrir mig, finn ég, en ég vill alls ekki að hann missi úr í skólanum þannig að maður verður bara að díla við það. Leiðinlegt hvað maður byrjar alltaf að sakna fyrirfram.
En af léttari málum... þá splæsti kærastan á mig ferð til Jóa hnykkjara og ég get svarið það... ég hélt að það væri bara í bíómyndunum þar sem að það brakar svona mikið í einum líkama! Ég var með hina og þessa liði læsta eða fasta og annar axlarvöðvinn var alveg í klessu þannig að Jói hnykkti á mér, vöðvunum og liðunum, tosaði, teygði, spennti og potaði... Class-A violence!!!
Svo þegar ofbeldinu lauk lá ég eins og skata á bekknum hjá honum og meðvitund mín fjaraði smátt og smátt út yfir í algjöra sælu. Mér finnst kroppurinn minn vera allt annar og ég var að velta því fyrir mér hvort að Jói sé með einhver sambönd á svona 'body-chop-shop' eða líkamsvarahlutaverslun á netinu eða í Rúanda af því að mér fannst eins og skipt hafði verið um einhverja 'stock-parts' á meðan ég lá þarna hálf meðvitundarlaus!
Þetta var geðveikt kúl og hressandi og ég hvet alla til þess að tjékka á honum Jóa sem er með aðstöðu í Þrekhúsinu/Sporthúsinu í Kópavogi.
Fullt hús stiga fyrir brak og bresti...
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson
-Hellertækni, vöðva og liðjöfnun-
Samhæfing líkamans, s:5179606/8229606
Mæli með honum og fer bókað til hans aftur.
Rock n’ roll… lag dagsins er Bend and break með Keane ;)
Nema hvað... Hlynur kom til mín á mánudaginn seinasta og hann sat ofan á mér í sófanum. Við vorum að tala um eitthvað fyndið og Hlynur hallaði sér yfir mig og sló létt á bringuna á mér. Þá sagði ég við hann: „Hey, vertu aaa við pabba“ (eins og maður púllar iðulega á lítil börn þegar þau eru farin að fatta að vera góð við e-ð eða e-n) og þá sagði Hlynur hátt og snjallt: „Kysstu ömmu einn!“ og það er nú varla frásögu færandi nema hvað að okkur var líklegast vart hugað líf út af hláturskrampa! :þ
Svo þegar við komum í heimsókn til mömmu Rokk/ömmu seinna þennan dag þá Hlynur sér leik á borði og púllaði: „Vertu aaa við Hlyn“ áður en að hún gat sagt: „Kysstu ömmu einn.“
Ég fór svo í gær upp í Borgarnes til þess að fara með Hlyni á skólasetninguna og að hitta kennarann. Ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessu og það verður gaman fyrir Hlyn að byrja í sexárabekk. Hann sat í gær á móti Herði Gunnari, syni Dúddu og ef þetta verða sætin í vetur þá er líklegt að þeir eigi eftir að rugla reitum eitthvað saman... a.m.k. sem fjélagar.
Ég er eitthvað voðalega andlaus núna, búinn með 2 næturvaktir af þremur og gat eiginlega ekkert sofið í morgun. Þó svo að ég sé í mjög góðu yfirlæti á Jörundarholtinu, þá voru draumfarir mínar eitthvað tengdar vinnunni í álverinu og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt... auk þess að Hlynur er á leiðinni til mín og verður hjá mér fram á sunnudag. Þetta verður semsagt seinasta 'rúmlega-pabbahelgin' mín a.m.k. í einhvern tíma. Þetta er svolítið erfitt fyrir mig, finn ég, en ég vill alls ekki að hann missi úr í skólanum þannig að maður verður bara að díla við það. Leiðinlegt hvað maður byrjar alltaf að sakna fyrirfram.
En af léttari málum... þá splæsti kærastan á mig ferð til Jóa hnykkjara og ég get svarið það... ég hélt að það væri bara í bíómyndunum þar sem að það brakar svona mikið í einum líkama! Ég var með hina og þessa liði læsta eða fasta og annar axlarvöðvinn var alveg í klessu þannig að Jói hnykkti á mér, vöðvunum og liðunum, tosaði, teygði, spennti og potaði... Class-A violence!!!
Svo þegar ofbeldinu lauk lá ég eins og skata á bekknum hjá honum og meðvitund mín fjaraði smátt og smátt út yfir í algjöra sælu. Mér finnst kroppurinn minn vera allt annar og ég var að velta því fyrir mér hvort að Jói sé með einhver sambönd á svona 'body-chop-shop' eða líkamsvarahlutaverslun á netinu eða í Rúanda af því að mér fannst eins og skipt hafði verið um einhverja 'stock-parts' á meðan ég lá þarna hálf meðvitundarlaus!
Þetta var geðveikt kúl og hressandi og ég hvet alla til þess að tjékka á honum Jóa sem er með aðstöðu í Þrekhúsinu/Sporthúsinu í Kópavogi.
Fullt hús stiga fyrir brak og bresti...
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson
-Hellertækni, vöðva og liðjöfnun-
Samhæfing líkamans, s:5179606/8229606
Mæli með honum og fer bókað til hans aftur.
Rock n’ roll… lag dagsins er Bend and break með Keane ;)