<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 26, 2005

Síminn girðir niður um sig... 

rétt áður en hann drullar uppá BAK! SEJETTURINN! Ég hef bara sjaldan kynnst jafn lélegri þjónustu hjá neinu fyrirtæki eins og símanum! Það er nú kannski öfugmæli að segja að Síminn girði niður um sig áður en hann drullar uppá bak… það er frekar þannig að hann girði niður um neytendur/áskrifendur sína áður en hann drullar upp á bak. Þvílíka endemis einokunin alltaf hreint! Að færa sjónvarpsstöðvarnar allar í gegnum ADSL-ið þannig að eini sénsinn fyrir fótboltaunnendur er að taka áskrift hjá þeim til þess að geta horft á ‘boltann’.

Ég er nú sem betur fer enginn áhugamaður um fótbolta og það þyrfti eitthvað mikið til, til þess að ég myndi sitja yfir fótboltaleik í ensku deildinni að eigin frumkvæði. Þá held ég að það sé betra að grípa í hljóðfæri eða eitthvað annað heldur en að fylgjast með fullt af yfirborguðum prinsessum sparka bolta þar sem að úrslitin eru löngu ráðin áður en flautað er til leiks.

Ég nota vefpóst voðalega mikið… sérstaklega þar sem ég er hættur að lesa Fréttablaðið og fylgjast með öðru sem gerist í kringum ****gatið á sjálfum mér og mér þykir það afturhvarf til steinaldar að kíkja á póstinn minn hjá Símanum, miðað við hvernig ég hafði það hjá OgWhat-a-phone! Fyrir utan það að það er hending að það sé hægt að skoða póstinn þar sem að hann er ‘niðri’ í c.a. annað hvert skipti sem ég tjékka á póstinum og BELIEVE YOU ME, ég geri það frekar oft!

Ég ætla núna að skrifa Símanum póst þar sem ég ætla að kvarta yfir lélegu neti og óáreiðanlegu og lélegu póstkerfi. Þar að auki ætla ég að senda OgWhat-a-phone! póst og hrósa þeim fyrir æðislegan vefpóst og segja þeim hvað vefpóstur Símans er mikið drasl og skamma þá líka fyrir að gera ekki neitt fyrir gsm-áskrifendur sem hafa verið þeim trúir frá upphafi!

Fyndið… ég var einmitt að segja við Axel Frey um daginn í vinnunni að maður getur oft séð út frá bloggi einstaklings hvernig týpa hann er og ég er æ oftar að sjá það að það sjálfsportrett sem ég dreg hér upp er af frekar BITRUM GAUR, sem ég er að sjálfsögðu ekki… en eins og Alli sagði í vinnunni: „Það er munur að vera nægjusamur…“ og ‘come-backið’ hjá mér var á þessa leið: „Til hvers að vera nægjusamur þegar það eru til miklu betri hlutir í heiminum?“

Lag dagsins er ‘All you do is bitch and moan’ með Kvartarafélaginu… HANANÚ!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?