<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 11, 2005

Þetter nú svona svona finnst mér... 

Við feðgarnir fórum í bíó í gær. Karen gaf okkur feðgunum sitthvorn miðann á Ævintýraferðina. Svo þegar við komum í Laugarásbíó setjumst við inn í næstum fullan sal. Auglýsingarnar rúlla... eins og venjulega langt fram yfir auglýstan sýningartíma og svo rétt áður en myndin hefst þá kemur á skjáinn:
SONY DVD PLAYER

viljiði spá íissu?!? kannski helmingurinn í salnum var með svona miða eins og við og kannski helmingurinn hefur borgað sig inn... og þeir eru að mala gull með því að sýna DVD-myndir í bíósal!

Ég veit ekki hvort að einhver annar hafi tekið eftir þessu... en mér finnst þetta vera frekar svívirðulegt. Svo eru bíóhúsin að rukka 800 kall inn á hverja mynd... þegar dollarinn er 63 krónur!!!!

En þetta er bara eins og með bensínið og matvöruverðið... af því að Ísland hefur sjóinn sem landamæri við önnur lönd þá leyfum við smásölumönnum, ríkinu og öðrum sem hafa upp á eitthvað að bjóða að taka okkur svoleiðis aftanfrá að það hálfa væri nóg. Til hvers að vera að berjast eitthvað í bökkum þegar það er hægt að svívirða fólk án þess að gefa nokkra útskýringu á því?

En við erum ánægð með þetta... eða blótum allaveganna í hljóði ef því er að skipta... við erum svo rík þjóð. Það er alltaf endapunkturinn... við erum svo rík þjóð.

Sá Helga Hóseason í gær... hann er enn á svipuðum stað með skiltin... hann er líklegast kominn með parkinsons... en hann lifir ekki lystisemdafullu lífi. Ég held að hann fatti hvernig plottið er hjá R.Í.Ó. Seinasti gaurinn í heiminum sem veit betur? Ég veit það ekki...

Ég er ekki farinn að efast um kynhneigð mína þar sem mér finnst ekki gott að fá það aftanfrá... ég segi 'nei' eins langt og það nær... hvernig væri að hrinda af stað byltingu á Íslandi?

Komah svoh!!! Hverjir/ar eru með mér?!?!?!?

Lag dagsins er 'Poor boy blues'

This page is powered by Blogger. Isn't yours?