<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 08, 2005

GAUR!!! 

Ég ætla aðeins að súmma upp það sem er búið að vera að gerast hjá mér síðustu daga þar sem ég er búinn að vera geðveikt duglegur að blogga...

Um þarseinustu helgi fórum við kærustuparið með Hlyn í mat til Röggu og Sævars. Þar sem að Karen kærastan mín er líka fyrsta (allra, allra...) kærastan mín þá þekkti ég Röggu í gamla daga. Hún hefur voðalega lítið breyst og okkur var boðið í mat til þeirra. Sævar á 8 ára gamlan son sem var ákkúrat þá helgi hjá honum þannig að Kjartan og Hlynur voru eiginlega bara inni í herbergi allan tíman sem við vorum í heimsókn og það þurfti eiginlega að draga þá út úr herberginu á eyrunum til þess að fá þá til að borða. Þeir voru bara inni í herbergi þar sem Hlynur heillaði Kjartan uppúr skónum í GTA (GrandTheftAuto) af því að Hlynur kann eiginlega öll trixin og kann að verða sér úti um öll vopnin með tilheyrandi 'fokkjú', 'bits' og 'moðerföker'. Ég skammaðist mín svolítið þegar hann byrjaði eins og krakki með Tourette-heilkennin að þylja upp þessi ókvæðisorð... en ég mætti miklum skilningi af hálfu húsráðenda þegar ég útskýrði að hann hvorki spilaði né ætti þennan leik hjá mér.

Á laugardeginum fórum við svo í bústað til Eyglóar og Hannibals.
Við byrjuðum á því að hitta þau í Kerinu sem er svona landfræðilegt wonder mitt á milli Selfoss og Laugarvatns. Þar voru tónleikar þar sem að Ragga Gísla, óperu-wonder-drengurinn frá Vestmannaeyjum (11 ára), Árni Johnsen (því miður), Hreimur og Vignir, KK og Hundur í óskilum stigu á stokk. Listamennirnir (nema Árni Johnsen (hann er ekki listamaður...)) spiluðu öll á þremur gúmmíbátum úti á vatninu sem er neðst í Kerinu. Þetta var ótrúlega flott... gott veður og góð tónlist og það var ótrúlega fyndið að sjá Hund í óskilum. Ég sá þá fyrst í sjónvarpinu einhvern tíman þegar var verið að sýna frá ungfrúÍsland.is.is (ekki það að ég hafi horft á það) og þeir taka hin og þessi þekktu dægurlög og setja þau í nýjan búning. GLÆNÝJAN búning. Klikkað fyndið.
Við gistum eina nótt hjá þeim, skelltum okkur í pottinn, borðuðum hammara og ótrúlega gaman.

Á sunnudeginum fór ég svo með Hlyn af því að ég var að fara að vinna á mánudeginum. Þetta var svona fyrsta pabbahelgin mín þar sem að Hlynur er byrjaður í skólanum. Svoldið spez... og alltof stutt... en svona eridda bara. Tíminn verður semsagt nýttur.

Ég vann svo mánudag til laugardagsmorguns vegna þess að nýtt vaktakerfi var tekið upp 1. sept. Allir brjálaðir inni í álveri út af hinu og þessu og D-vaktin er sögð tuða langmest um þetta. Ég er líka ekki hissa... við rösum út um þetta í vinnunni og skiljum svo kvikindið eftir í vinnunni í staðin fyrir að birgja þetta allt inni og fara svo heim og berja konuna eins og harðfisk og krakkana í klessu. Bitra pakk.

Á laugardeginum hélt Karen upp á afmælið sitt og var með standandi partý langt fram á nótt heima hjá sér. Það var mjög gaman og skapaðist ákveðin stemning þegar undirritaður fann klassískan kassagítar í fataskápnum hjá frúnni. Við skiptumst á að spila eitt og eitt lag ég og Alli (sem ég kynntist í þessu partýi) sem er kærasti hennar Jórunnar og stofnaði eitt sinn hljómsveitina IN BLOOM! Sjetturinn... þetta var eins og að hitta seleb! Ég á náttúrulega diskinn með þeim frá því í gamla daga og mér fannst hann geðveikt flottur gaur. 'Andans maður' út í eitt og er búinn með heimspekina í H.Í. þar sem hann var m.a. hjá Hrafni a.k.a. Krumma (ofan af Skaga, sonur Gyðu Bents og Flemmings, ekki Krumma úr Mínus). Þannig að ég vissi það að þetta væri fínn gaur fyrst að hann væri að fíla Hrafn.

Sunnudagur: Píta, Ray, sofa

Mánudagur: hljónstaræíng um kvöldið

Þriðjudagur: fyrsti dagurinn hjá mér í skólanum, gaman, gítartími hjá Ómari Guðjóns, HEVÍ kúl sjitt

Miðvikudagur: vinna

og þá erum við komin til dagsins í dag. Í dag er skóli hjá mér og ég þarf að vesenast fullt fyrir hljónstina. Annars fer ég nú að blogga aftur reglulega...

Nóg í bili... heyri í ykkur...
Lag dagsins er Euphoria morning með Chris Cornell.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?