<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 22, 2005

Hlynur = Flottur gaur! 

Sótti Hlyn í gær í skólann af því að mammans er í staðbundinni lotu í sínum skóla. Það er nú ekki frásögu færandi nema að við brunuðum svo út á Akranes þar sem við skelltum okkur í bakaríið og fengum okkur heilhveitis-horn. Sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að Hlynur lítur á mig með mestu hvolpa-augum áður en við förum inn í bakaríið og spyr mig hvort að hann megi fá einn dónötts (ég er orðinn allt of harður á þessu 'bara-nammi-á-laugardögum-dæmi' held ég þar sem að Hlynur suðar aldrei um neitt og sérstaklega ekki nammi nema þegar hann veit að við getum keypt það ákkúrat núna og geymt það fram á laugardag...). Hann er voðalega spyrjandi eitthvað og spyr nokkurn veginn eins og hann viti að hann fái svarið nei... fyrirfram... ég er nú aðeins að reyna að slaka á í þessu þó svo að ég sé orðinn frekar fráhverfur sykursnúðum og öðru góðgæti í miðri viku. En ég held að hann viti þetta alveg núna og passi sig á slikkeríi þegar það er ekki laugardagur. Hann náttúrulega þarf ekkert á þessu að halda og mér finnst það ótrúlegt að hann geti hætt að borða nammi á laugardögum þegar hann er kominn með nóg... ekki það að það komi oft fyrir að það sé til svo mikið slikkerí að hann verði pakksaddur af því... heldur að það sem hann kaupir sér í bland í poka eða eitthvað álíka sé bara of mikið.

ENÍHÚ...

Þetta er að sjálfsögðu ekki frásögu færandi nema að þegar við komum svo heim til Mömmu Rokk fáum við okkur kakómalt til þess að skola kræsingunum niður (hversu mikil öfugmæli eru það að leyfa ekki sykursnúð en kakó er allt í lagi?!?!?) sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að Hlynur missir glasið og brýtur einn brauðdisk hennar mömmu og sullar kakói yfir peysuna sína og buxurnar. Sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að hvorki hann né ég vorum með auka föt... þannig að við skelltum okkur í smá rúnt niður í bæ... Hlynur í náttfötunum (spiderman) og úlpu og húfu og renndum inn í Ozon til þess að festa kaup í buxum... sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að ég hrökklaðist þaðan út vegna þess að ódýrustu buxurnar þarna inni sem hefðu passað á Hlyn voru á 6500 krónur!!! Þær næstu við hliðina á voru á 6990 krónur!!! Viljiði spá íissu?!?!?!?

Þannig að við renndum bara yfir í Nínu og ég fann þar buxur sem mér fannst mjög kúl... og vildi að Hlynur mátaði þær og aðrar sem ég var nú ekki alveg viss um... en þær voru með mjög þröngu sniði og síðar þannig að það á að bretta upp á skálmarnar á þeim. Hlynur var að fíla þær miklu betur heldur en ég... þannig að hann mátti ráða. Það er nú einu sinni hann sem gengur í þeim... sem er ekki frásögu færandi nema að ég FÉKK að velja peysuna! Þá er það víst þannig að þegar maður kaupir buxur... þá verður maður að kaupa peysu líka! Hehe... einhver óskrifuð regla sem ég hef misst af í uppeldis- og menntunarfræðináminu... en hún var að sjálfsögðu virt og ég fékk að velja peysu. Við fengum svo lítinn poka undir náttfötin og töffarinn hann Hlynur gekk út í spánýjum fötum. Ergó... Hlynur = Flottur gaur!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?