þriðjudagur, september 20, 2005
Klukk! þúrtann! C.U.I.
Karen klukkaði mig á blogginu sínu og ég ætla því að birta hér nokkrar C.U.I.'s um mig (C.U.I. er þáttaröð sem mig langar til þess að koma af stað. Þessir þættir yrðu svolítið í anda við C.S.I. nema hvað að C.U.I. stendur fyrir Completely Useless Information þannig að þetta yrði svona þáttur um tilgangslausar staðreyndir í lífinu eins og t.d. að maður þarf ekki að vera með bílbelti þegar maður bakkar).
Eníhú... 5 C.U.I. staðreyndir um mig:
1. Mér finnst gaman að fá blóm
2. Ég HATA rósakál
3. Uppáhalds myndin mín er So I married an axe murderer
4. Mér finnst þoka æðisleg
5. Ég þoli ekki fólk sem kann ekki að leggja í stæði
Þetta er svona nokkurnveginn C.U.I. fyrir utan kannski 1. og 2. liðinn.
En klukk-sagan er mjög fyndin. Það var þannig að það voru eldri hjón sem bjuggu/búa enn uppá Skaga sem stunduðu ástarleiki af miklum eldmóð. Þannig var það hjá þeim að þau klæddu sig alltaf úr öllum fötunum og notuðu alla íbúðina undir ástarleikina. Þetta var þannig að karlinn hljóp á eftir konunni og klukkaði hana á 'biðskylduna' og þá er verið að skírskota til þess að skapahár konunnar myndar, ef grannt er skoðað, þríhyrning á hvolfi. Þetta líkist mjög hinu margrómaða biðskyldumerki af umferðarmerkjaætt og þar sem að karlinn klukkaði konuna á biðskylduna var tekið á því í stutta stund og svo hélt leikurinn áfram þannig að íbúðin þeirra var bókstaflega full af ást!
Hehehe... þegar við heyrðum þessa sögu fyrst var það í sturtu eftir vakt og þá var Tommi Rúnar sem skellti þessu á a.m.k. hálfa vaktina í sturtu. Það voru allir hálfskrýtnir fyrst en svo snérist þetta fljótt út í sturtugrín á borð við sápumissisleikinn og nýliðann. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór grínið fljótt að beinast að tveimur mönnum á vaktinni, Danna Bjé og Helga Steindal. Svo reyndar var það mjög sniðugt segja klukk! þegar einhver kom inn í sturtuna því að það voru ekki allir að fylgjast með því hverjir fóru og komu og þá var yfirleitt litið upp og hlátur fylgdi í kjölfarið... svona var nú sú sagan...
En til þess að Klukkið fari nú svolítið víða þá ætla ég að klukka hana Mömmu Rokk af því að hún er búin að vera svo léleg að blogga undanfarið og svo líka hana Soffíu til þess að hefna fyrir hægri krókinn sem ég fékk í ammælispartýinu hennar Karenar. Og hér með vottast það að við séum þá kvitt ef hún tekur klukkinu eins og kona.
Eníhú... 5 C.U.I. staðreyndir um mig:
1. Mér finnst gaman að fá blóm
2. Ég HATA rósakál
3. Uppáhalds myndin mín er So I married an axe murderer
4. Mér finnst þoka æðisleg
5. Ég þoli ekki fólk sem kann ekki að leggja í stæði
Þetta er svona nokkurnveginn C.U.I. fyrir utan kannski 1. og 2. liðinn.
En klukk-sagan er mjög fyndin. Það var þannig að það voru eldri hjón sem bjuggu/búa enn uppá Skaga sem stunduðu ástarleiki af miklum eldmóð. Þannig var það hjá þeim að þau klæddu sig alltaf úr öllum fötunum og notuðu alla íbúðina undir ástarleikina. Þetta var þannig að karlinn hljóp á eftir konunni og klukkaði hana á 'biðskylduna' og þá er verið að skírskota til þess að skapahár konunnar myndar, ef grannt er skoðað, þríhyrning á hvolfi. Þetta líkist mjög hinu margrómaða biðskyldumerki af umferðarmerkjaætt og þar sem að karlinn klukkaði konuna á biðskylduna var tekið á því í stutta stund og svo hélt leikurinn áfram þannig að íbúðin þeirra var bókstaflega full af ást!
Hehehe... þegar við heyrðum þessa sögu fyrst var það í sturtu eftir vakt og þá var Tommi Rúnar sem skellti þessu á a.m.k. hálfa vaktina í sturtu. Það voru allir hálfskrýtnir fyrst en svo snérist þetta fljótt út í sturtugrín á borð við sápumissisleikinn og nýliðann. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór grínið fljótt að beinast að tveimur mönnum á vaktinni, Danna Bjé og Helga Steindal. Svo reyndar var það mjög sniðugt segja klukk! þegar einhver kom inn í sturtuna því að það voru ekki allir að fylgjast með því hverjir fóru og komu og þá var yfirleitt litið upp og hlátur fylgdi í kjölfarið... svona var nú sú sagan...
En til þess að Klukkið fari nú svolítið víða þá ætla ég að klukka hana Mömmu Rokk af því að hún er búin að vera svo léleg að blogga undanfarið og svo líka hana Soffíu til þess að hefna fyrir hægri krókinn sem ég fékk í ammælispartýinu hennar Karenar. Og hér með vottast það að við séum þá kvitt ef hún tekur klukkinu eins og kona.