laugardagur, september 10, 2005
Pabbi... við verðum að taka því rólega!
Hehehe... einn með hlutina alveg á hreinu. Ég sótti Hlyn í skólann í dag og hann sat í 'króknum' ásamt nokkrum öðrum þar sem það hafði eitthvað ekki alveg virkað að hlusta og fara eftir því sem kennarinn sagði... Sísí vildi nú meina að þetta væru "bara strákar". Ótrúlega kynjað eitthvað... dulda námskráin og allt það... það væri nú bara klassískt á þessum tímum að viðhalda þessari hefð að strákarnir fái meiri athygli frá kennaranum... neikvæða athygli. En þetta er svosem ekkert issjú hjá mér... ég sagði bara við Hlyn útí bíl að hann yrði að fara eftir því sem kennarinn segði... hann réði 100% þegar Hlynur væri í skólanum. Hlynur játti því og þar með var það mál dautt. Ég held að maður þurfi ekkert að lesa yfir honum svona á fyrstu dögunum í skólanum... þetta er bara allt svo spennandi og nýtt... auk þess eru færri fullorðnir á hvert barn þegar komið er í grunnskóla á móti því sem var á leikskólanum. Hann Hlynur er nú svo skýr. Fjóla sagði að hann hefði alveg fattað af hverju hann væri kominn í 'krókinn' aftur (var að fara þangað í annað skipti) þannig að það er vonandi að hann átti sig á hlutunum áður en hann fer þangað í þriðja skiptið. Erika (kærastan, eða ekki kærastan... veit eiginlega ekki stöðuna á því ákkúrat núna...) mætti mér þegar krakkarnir hlupu út í 'frelsið' og sagði mér að hann væri í 'króknum' af því að hann væri búinn að vera eitthvað óþekkur... ég var ekkert að taka eftir því hvort að það væri einhver glampi í augunum á henni... sérstaklega þar sem að ég held að Hlynur hafi nú örugglega ekki óþekkast til þess að ganga í augun á henni :þ
Annars sagði Fjóla mér að Hlynur væri kominn með 'Þorra og þúsundfætluna', lestrarbók. Hann var með aðra um daginn en honum fannst hún vera svo drepleiðinleg að þau urðu hreinlega að skipta. Hlynur las svo eina blaðsíðu fyrir mig á leiðinni frá Borgarnesi og 'búferlum' var eina orðið sem vafðist eitthvað fyrir honum. Nett ánægður með drenginn hérna á kantinum!!!
Ég er samt mjög feginn því að það sé komið til móts við þarfir og getu barnanna eins og virðist vera í þessu tilviki þar sem ég óttaðist mest að það yrði reynt að halda öllum á svipuðu 'leveli'... eða hreinlega vissi ekki hvernig þessu væri háttað í grunnskólanum hans. Ég var náttúrulega mest hræddur um að hann myndi þurfa örvun í þessu sambandi þar sem að hann er búinn að vera svo duglegur í 'sjálfsmenntuninni', þ.e. ástar- og partýboðsbréfaskrifum. :þ
En allaveganna þá er pjakkurinn með svona 'næstum-því-kvef' þannig að fyrirsögnina fékk ég beint á eftir knúsinu frá honum, mjög alvarlegur á svipinn...
H: „Ég er svona eiginlega næstum því með kvef þannig að við tökum því bara rólega um helgina.“
É: „Nú? Eigum við að vera á náttfötunum til klukkan 6?“
H: „Hehehe“ þessum hlátri fylgdi svona sposkt bros og við gutum augunum til kennaranna sem föttuðu náttúrulega ekkert um hvað við værum að tala ;)
Lag dagsins er 'What Did You Learn in School Today?' með Tom Paxton :)
Annars sagði Fjóla mér að Hlynur væri kominn með 'Þorra og þúsundfætluna', lestrarbók. Hann var með aðra um daginn en honum fannst hún vera svo drepleiðinleg að þau urðu hreinlega að skipta. Hlynur las svo eina blaðsíðu fyrir mig á leiðinni frá Borgarnesi og 'búferlum' var eina orðið sem vafðist eitthvað fyrir honum. Nett ánægður með drenginn hérna á kantinum!!!
Ég er samt mjög feginn því að það sé komið til móts við þarfir og getu barnanna eins og virðist vera í þessu tilviki þar sem ég óttaðist mest að það yrði reynt að halda öllum á svipuðu 'leveli'... eða hreinlega vissi ekki hvernig þessu væri háttað í grunnskólanum hans. Ég var náttúrulega mest hræddur um að hann myndi þurfa örvun í þessu sambandi þar sem að hann er búinn að vera svo duglegur í 'sjálfsmenntuninni', þ.e. ástar- og partýboðsbréfaskrifum. :þ
En allaveganna þá er pjakkurinn með svona 'næstum-því-kvef' þannig að fyrirsögnina fékk ég beint á eftir knúsinu frá honum, mjög alvarlegur á svipinn...
H: „Ég er svona eiginlega næstum því með kvef þannig að við tökum því bara rólega um helgina.“
É: „Nú? Eigum við að vera á náttfötunum til klukkan 6?“
H: „Hehehe“ þessum hlátri fylgdi svona sposkt bros og við gutum augunum til kennaranna sem föttuðu náttúrulega ekkert um hvað við værum að tala ;)
Lag dagsins er 'What Did You Learn in School Today?' með Tom Paxton :)