<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 15, 2005

Update... 

Ég fór í gær og talaði við Guðnýju Guðbjörns og hún ætlar að vera leiðbeinandi minn í BA-verkefninu. Hjúkkett... ég held að það hafi legið svolítið þungt á mér þar sem að mig dreymdi fyrir því um daginn að hún vildi ekki vera leiðbeinandi minn. Þetta var þannig að ég rakst á hana einhversstaðar og spurði hana að því hvort að hún vildi ekki vera leiðbeinandi minn í ritgerðinni og þá spurði hún mig hvers vegna ég hefði ekki mætt á ráðstefnu eða málþing á vegum menntamálaráðuneytisins... Ég fattaði í draumnum að sú ráðstefna hefði verið deginum áður og ég hafði engin svör á reiðum höndum fyrir hana. Þá varð hún geðveikt fúl og sagðist ekki ætla að vera leiðbeinandi minn. Ég vaknaði með kökkinn í hálsinum ég var svo sár. Hehehe... ég sagði henni svo frá þessum draumi í gær og henni var skemmt. Ekki mér...

Ég er búinn að mæta í alla tímana mína núna þannig að Helga mín, skólinn hefur forgang. Ég fékk líka að heyra hjá Guðnýju í gær að hún hafði miklar áhyggjur af því að ég hefði flosnað uppúr námi og farið að vinna... eins og svo margir aðrir 'topp-námsmenn' sem ættu bara ritgerðina eftir. I know some people that know some people that have only their BA's left...

Mér líst bara vel á þetta... ég er nokkurn veginn búinn að njörva niður það efni sem ég ætla að taka fyrir og skila inn ritgerðaráætlun í næstu viku. Ég þarf að tala við some ppl fyrst og svo verður þetta bara eilíf hamingja... ekki nema 40-50 bls. eða ég á allaveganna að ganga út frá því svona fyrst um sinn... svo sér maður til hvernig efnið nýtist og skiptist. ÉG hlakka til.

Meira update í dag. Ég er enn með verk í hausnum og það er ágætt að vera að fara til læknis þegar maður er ennþá með það sem maður vill láta kíkja á. Fékk reyndar ekki tíma hjá þeim sem Maggi bróðir mömmu Rokk mælti með... ég nennti ekki að bíða í einn og hálfan mánuð eftir tíma hjá öðrum þeirra. Sejetturinn... er kannski skortur á læknum á Íslandi?

Nonni frænda fór utan í dag... árshátíðin hjá fyrirtækinu hans verður að þessu sinni ekki á Nordica-hótel... eða Grand-hótel... heldur í PRAG! Jább... Prag í Póllandi. Það er kúl... mig langar á árshátíð í Prag.

Lag dagsins er að þessu sinni 'Keep on rockin in the free world' með Neil Young (þó svo að ég fíli hann ekki neitt... Pearl Jam spilaði undir hjá honum á plötunni Mirrorball... sem gerir hann þolanlegan).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?