föstudagur, október 28, 2005
Aðeins skárri...
Já, ég er ekki frá því að ég sé aðeins skárri af hass-berunum... get allaveganna labbað eins og homo sapiens, mínus hip-replacement... þ.e.a.s. ekki lengur með 'old man river syndrome'. Fór líka tvisvar í sund í gær og náði að mýkja kvikindin svo þegar heim var komið eftir tónleika Dúndurfrétta. Ég ætla að fara í sund aftur í dag og reyna að mýkja vöðvana upp fyrir körfuna. Svo verður brunað beint til Selfoss, loggað sig inn á hótelið og svo brunað út á Stokkseyri í mat. SEJETTURINN!!! Þetta verður svo glæsileg helgi að það hálfa væri nóg. Ég hugsa að ég blogga ekkert fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn svo að ég bið ykkur bara vel að lifa og hafið það gott um helgina af því að ég ætla að gera það! :)
Lifi rokkið... Lag dagsins er Ten years gone með Led Zeppelin sem Dúndurfréttir tóku í gær.
Lifi rokkið... Lag dagsins er Ten years gone með Led Zeppelin sem Dúndurfréttir tóku í gær.