<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 12, 2005

Berdreymi?!?!? 

ÓMG!!! Mig dreymdi svo fyrir því að Helga, Alex og Nína séu að koma heim!
Fyrsta sem ég sagði við Karen þegar við vöknuðum í morgun var að við værum að fara að leigja saman, Helga og Alex væru að koma heim og að xxxxx og xxxxx væru ólétt eða að það myndi gerast áður en að Helga og Alex væru komin heim.

Þetta var svo ótrúlega ótrúlegt að það hálfa væri nóg. Mig dreymdi bara svo mikið í nótt... eins og undanfarnar nætur að það er hálf skerí. Mamma Rokk er öfugdreymin af því að hana dreymir alltaf öfugt... dreymir kannski að eitthvað gerist ekki og þá gerist það. Jonni vinur minn er líka svona... ég heyrði nú bara einu sinni það mest krípí frá honum þegar hann lýsti fyrir mér næstum því orðrétt því sem önnur manneskja hafði sagt við mig um íbúð sem hann vissi ekkert af né hafði komið í. Skerí shit...

Eníhú... Draumurinn minn var nokkurn veginn svona:
Mig dreymdi að ég og Þóra værum að fara að leigja saman og skoðuðum meðal annars litla íbúð sem var í raun bara lítið herbergi... kannski 4 m2... þau sem voru þar áður voru bara með rúm, sjónvarp og playstation-tölvu. Mamma og Atli komu og sóttu allt draslið mitt í lítinn hvítan sendil (svona eins og Alex átti... (fyrir þá sem vita það...)). Svo fór ég og skoðaði kjallarann á Melteig 7 (þar sem amma og afi, Hulda og Helgi, bjuggu) og Þóra ætlaði að vera í því herbergi sem að þvottahúsið var í en ég vildi ekki vera í herberginu við hliðina á henni þannig að ég fór innar til þess að skoða 'íbúðina' (sem mamma og Atli pabbi bjuggu í) og þegar ég opnaði hurðina þangað inn var allt fullt af búsáhöldum og það hékk snæri út um allt í loftunum, strengd á milli veggjanna (þetta var svona brúnt snæri eins og er stundum notað utan um kjöt; kjötsnæri?) og á þeim voru tepokar festir með tréþvottaklemmum. Sumsstaðar var þó súkkulaði í staðin fyrir tepokana (svona eins og maður fær á kaffihúsum eða á koddum á hótelum... svona ferkantað, flatt). Og ég vissi einhvern veginn að þarna bjuggu Helga og Alex. Ég gekk aðeins inn í eldhúsið og sá þar bláan vinnusamfesting sem Alex átti og farsímahulstur utan um Nokia-gsm-síma.
Svo gekk ég að glugga sem var þarna og þá sá ég lítinn hund í glugganum... brúnan og sætan hvolp.

Eftir þennan draum vaknaði ég og sagði við Karen að ég væri handviss um að þau væru að koma heim. Helga hringdi svo í mig, Í DAG, þegar ég var að steikja hakk og sagði mér að þau hefðu fengið þá lóð sem þau hefðu sett í 2. sætið af topp lóðunum sem þeim langaði í!!! Ég fékk alveg kökk í hálsinn og var ótrúlega ánægður... en ég vissi þetta alveg ;) Ég er svo fegin að þau séu að koma heim að ég er tilbúinn til þess að vinna fyrir þau í húsinu (sem þau ætla að byggja) nánast kauplaust!!!! Mark my words baby! (þá er það skjalfest... Karen getur örugglega þinglýst þessu ef út í það er farið :þ

Svo dreymdi mig líka (ég held að það hafi verið fyrr um nóttina:
Ég, Karen og Hlynur vorum í matarboði hjá forsetahjónunum en sátum þó ekki til sama borðs og þau. Það voru 8 við matarborðið og við sátum 3 við lítið hliðarborð eiginlega alveg við matarborðið. (Flottari draumur heldur en hjá ömmu sem dreymdi að hún og Dorrit væru bestu vinkonur í einhverjum verslunarleiðangri... :þ ). Það var eitthvað pasta á boðstólnum í hvítri sósu sem Hlynur át með bestu lyst. Þegar við vorum svo að fara þá ákvað ég að fara og taka í höndina á forsetanum sem var eiginlega afi Helgi (svona andlitsblanda af Ólafi forseta og Helga afa og þá rétti hann mér fyrst vinstri höndina. Ég vildi ekki heilsa honum með þeirri vinstri og þá bauð hann mér hægri höndina en í vísifingurinn hans á hægri höndinni var minni en hálfur og langatöng-baugfingur-litliputti voru allir saman og það sáust engin skil á milli þeirra (svona lúffulúkk eitthvað). En ég tók samt sem áður í höndina á honum og hann var með þétt-karlmannlegt handtak.

Seinna meir í þessum draumi er ég staddur út á Reykjanesbraut á leið til Reykjavíkur frá Hafnafirði og stoppa þá á miðjum veginum. Þá koma að mér 2 gaurar (annar er greinilega John Goodman) og ég ræni af þeim einhverjum tveimur hlutum sem maður gæti kannski fundið í einhverju 'high tec' sportbíl (mikið breyttum!). Held svo áfram. Þá er ég orðinn ótrúlega meðvitaður um að lögreglan sé á eftir mér og ég ætla að stytta mér leið í gegnum Kópavog en er allt í einu kominn á litla vespu (mótorhjól... lítið... sjálfskipt...) sem er með sama lit og Kvikindið (Toyotan). Ég legg því upp við hús þar sem ég sé að Ómar Guðjónsson (gítarkennarinn minn) er að festa reiðhjólið sitt með keðju og lás við fánastöng sem stendur í sýki. Þetta er samt svona kannski eitthvað eins og maður myndi ímynda sér þar sem að sýki rennur í gegnum bæ og bakkar sýkisins eru hellulagðir. Fánastöngin var svona 40 cm frá bakkanum. Ég leysti hjólið og sá þá að lögreglan kom að. Ég ætlaði þá að fara bara með þeim þegjandi og hljóðalaust en ætlaði að festa hjólið fyrst. Ómar opnaði þá glugga á annarri hæð og kinkaði kolli til mín á meðan ég var að festa hjólið aftur og löggan spurði hvort að ég ætti þessa vespu. Ég sagðist eiga hana og væri tilbúinn til þess að koma með þeim en langaði til þess að festa hjólið fyrst. Ég bað þá annan lögregluþjóninn um að hjálpa mér að festa hjólinu og hann sagði að það væri nú það minnsta sem hann gæti gert fyrir mig.

Vírd!!!

Ótrúlega spes... nú verður gaman að sjá hvort að það séu allir hættir að kíkja hingað á bloggið mitt sökum bloggleysis og hvað það eru margir sem geta ráðið í drauma...
Hlakka til að heyra í ykkur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?