<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 26, 2005

Dauði? Djöfull? og löggan við rúmstokkinn!!! 

Eins og greina má í kommentinu við póstinum á undan sofnaði Karen yfir Sahara í gærkvöldi. Ég náði að halda mér vakandi og það var ekki af því að Matthew McConnahew (eða hvernig sem það er skrifað) er svo SÆTUR! Alltaf heyri ég eitthvað píp yfir myndinni... svo heyrast einhver geðveik læti fyrir utan nokkru eftir að myndinni líkur. Ég stekk út og sé nokkra slökkviliðsmenn vera að labba niður tröppurnar og tvær löggur standa fyrir utan hurðina hjá nágranna mínum (frá helvíti). Þá kemur í ljós að reykskynjarinn í íbúðinni hennar var að verða batteríslaus og var búinn að pípa allt kvöldið og skrímslið next door var ekki heima. Þannig að löggan braust inn hjá henni og successfully aftengdi reykskynjarann. Til þess að læsa aftur hurðinni þurfti löggan að fara inn, læsa á eftir sér, fara út á svalir, læsa svalahurðinni í gegnum gluggann, stökkva yfir á svalirnar mínar og fara svo út í gegnum íbúðina mína!!! Þvílíkt ævintýri... ég bauð honum svo kaffi á meðan hann stóð yfir rúminu þar sem Karen lá fáklædd undir sæng. Hann afþakkaði... sem betur fer af því að ég er búinn að henda kaffivél dauðans sem hitaði kaffið bara í 37°C. Á reyndar instantkaffi sem ég var búinn að gleyma... en hitt hefði verið fyndnara. Svo brunaði þessi grímuklædda lögga á braut og slökkviliðsbíllinn bakkaði út úr götunni með tilheyrandi bakkflautu.

Ég hélt að þetta hefði bara verið vekjaraklukka og spáði ekkert frekar í þessu. Hugsaði reyndar að senda kvörtunarbréf af því að ég var viss um þetta væri vekjaraklukkan hjá beyglunni við hliðiná. Karen sagði við mig þegar löggan var farin... úff... ég hélt að hún hefði framið sjálfsmorð... Ég spáði ekkert í því... það hefði nú verið rosalegt, en ég er samt viss um að ég hefði verið var um nályktina... eða kannski bara eftir helgi?

Allaveganna viðburðarík nótt á Eggertsgötunni...
Lag dagsins er ennþá Shine on you crazy diamond með Pink Floyd... ég vona að ljós nágrannans skíni skært...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?