<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 26, 2005

Hlýtur að vera eitthvað í uppeldinu?!? 

SEJETTURINN!!! Ég og Karen skelltum okkur á Dúndurfréttir í gær í Austurbæ. Þetta voru fyrri tónleikarnir í gærkvöldi þar sem þeir í Dúndurfréttum tóku tónlist Pink Floyd fyrir. Þetta voru æðislegir tónleikar í alla staði fyrir utan gaurinn sem sat við hliðina á mér. Greyið drengurinn lyktaði eins og síldarbræðslu-lýsispoki. ÓTRÚLEGA GAMAN AÐ SITJA VIÐ HLIÐINA Á SVONA FÓLKI!!! Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í uppeldinu... því pabbi hans sat hinum megin við hann. Beint fyrir framan okkur sat svo einhver kejellíng sem baðaði sig greinilega upp úr ilmvatninu sínu sem ég fagnaði flest alla tónleikana. Ég hallaði mér alveg upp að Karen alla tónleikana og ég get svarið það ég fann þegar lýsnar stukku af gaurnum við hliðin á mér yfir á mig. ÓMFG!!! Ótrúlega týpískt eitthvað... ég fór í fyrra líka og þá var einhver gaur sem sat á bekknum fyrir framan mig sem var alveg blindfullur og mig minnir að hann hafi drepist einhvern tíman eftir hlé. En það er önnur saga... af hverju getur fólk ekki bara farið í sturtu og sleppt því að drekka sig draugfullt þegar það fer á tónleika?!? Ég vona að þetta verði skárra á fimmtudaginn þegar við förum á Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep sjóvið.

Dúndurfréttir spiluðu samtals í tvo tíma og þeir tóku highlights af besta og þekktasta efni Pink Floyd; Shine on you crazy diamond, Dogs, Mother, Young lust, Another brick in the wall: part 2, In the flesh, Dark-side-of-the-moon-syrpu og enduðu svo á Comfortably numb (svo eitthvað sé nefnt). Vel framsett og þétt spilamennska einkenndi a.m.k. fyrr tónleikana þetta kvöldið (þar sem að ég fór ekki á þá seinni).
Það stóð samt uppúr þegar Karen hrökk við, við upphafsgítartóninn í Shine on you crazy diamond sem var fyrsta lagið. Fyndnasta atriði kvöldsins var samt án efa: „Mér finnst eins og að ég sé að spila á sexhundruðáragamalt skrifborð!“ sagði Pétur þegar hann var búinn að koma sér fyrir bak við hljómborðið. :þ

Lag dagsins er Shine on you crazy diamond með Pink Floyd... fær fullorðna karlmenn til þess að fá tár í augun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?