<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 23, 2005

Hlynur mikli (e. Maple the great) 

Það er nú ekkert grín að það hafi komið 15þúsund manns á Latabæjarhátíðina í gær!!! Engin furða að mér hafi fundist troðið...

Ég get nú bara verið ánægður með það að vera ekki ónýtur í öxlunum eftir gærdaginn en við mældum Hlyn í gær eftir að við komum heim. Hlynur steig á vigtina uppí íþróttahúsi á föstudaginn og þá var hann 29,5 kg og 123 cm á hæð!!! Hann er semsagt búinn að stækka um 7 cm frá 13 janúar eða á 9 mánuðum. Við púllum semsagt 'ömmu Lillu' á þetta... mælum hæðina af og til og skrifum dagsetningu við strikið á veggnum.

Hlynur er orðinn stór... þannig að næsta skrefið er að fara á gelgjuna... Þetta er fljótt að líða...

Lag dagsins er Thirteen með Big Star

This page is powered by Blogger. Isn't yours?