mánudagur, október 31, 2005
Æðisleg helgi... (sigh)
Vildi helst að hún hefði aldrei endað... en hversu skrýtið væri það ef það væri alltaf helgi. Þá myndu fáir vinna og það væri fyllerí og slagsmál alla daga niðrí bæ...
Það var nú ekkert allt of gefið að við myndum ná út á/til Selfoss á föstudaginn sökum óveðris en það hafðist. Sáum reyndar ekkert allt of mikið út fyrir húddið á bílnum á heiðinni og á milli Hveragerðis (Who-e-did-e's) og Selfoss. En þetta hafðist. Ég festi bílinn reyndar nokkrum sinnum á planinu hjá Hótel Selfoss en ekkert alvarlegt. Við tjékkuðum okkur inn og fórum á herbergi 213, sem var okkar herbergi. Ótrúlega vígalegt hvað tölurnar eru búnar að vera svipaðar alla vikuna... Sátum í sætum 12 og 13 á 6. bekk á Dúndurfréttum á þriðjudaginn. Sátum í sætum 13 og 14 á 5. bekk á Dúndurfréttum á fimmtudeginum. Gistum svo í herbergi 213 á Hótel Selfoss alla helgina og árshátíðarmiðarnir okkar voru númer 114 og 147.
12+13+13+14=52
52+5+6=63
213-63=150
(12+13)*6=150
(13+14)*5=135
(114*147)/213=78,67
5+6+12+13+13+14+147=210
213-114=99
213-147=66
Þetta eru bara nokkur dæmi um mögulegan útreikning úr þessum tölum... þetta segir náttúrulega ekki neitt... þannig að það er ennþá skemmtilegra að velta þessu fyrir sér :þ
En allaveganna... þá ákveðum við að athuga með færðina til Stokkseyri og taka hreinlega bara sénsinn á því að það sé fært þangað. Við lögðum tímanlega af stað og það var mjög góð færð úteftir þannig að það var í lagi. Reyndar smá skafl á bílastæðinu hjá veitingastaðnum 'Við fjöruborðið' sem við brunuðum bara í gegnum með ótrúlegum tilþrifum. Maturinn var unaðslegur... ÓMG!!! Þetta var ekkert smá gott... fengum göldrótta humarsúpu í forrétt sem var bókstaflega göldrótt hún var svo æðisleg og svo fengum við 600g af humri sem var alveg 'to-die-for'!!! SEJETTURINN HVAÐ ÞETTA VAR GOTT!!! Sátum þarna heillengi á meðan ég píndi ofan í mig restina af humrinum (skildum reyndar c.a. 50g eftir). Þetta var alveg himneskt. Keyrðum svo heim með bros á vör og gátum ekki hætt að hugsa um matinn.
Við kíktum aðeins út á lífið á Selfossi um kvöldið og fórum inn á Pakkhúsið. Það var live band þar sem var ágætt og fullt af fólki. Mesta athygli vakti frekar öldruð, drukkin kona sem dansaði til skiptis við tvo eldri menn þarna sem voru alveg æstir í hana. Það lá við að til slagsmála kæmi þegar hún virtist svo vera búin að gera upp við sig... en það er nú önnur saga.
Við náðum að sofa aðeins út á laugardeginum og gerðum lítið annað, framan af deginum, en að fara út til þess að fá okkur eitthvað að borða. Ég fór svo í 'sándtjékk' klukkan 5 og svo var bara farið í það að hafa sig til fyrir kvöldið.
Árshátíðin átti að byrja klukkan 7 en okkur var ekki hleypt inn í sjálfan salinn fyrr en um 8, þannig að við fengum fordrykk (rautt, hvítt, rósa eða bjór) og sátum frammi og kjöftuðum. Steinn Ármann sá um veislustjórnunina og það er skemmst frá því að segja að með þessa hormottu sem hann var með, leit hann út eins og klámmyndastjarna. Sem var svosem allt í lagi... Hann var mjög fyndinn á köflum og þá sérstaklega þegar hann tók fyrir innanbúðargrín sem var þó ekki mikið. En hann sagði einn brandara sem var á þá leið að Halldór Ásgrímsson hafði boðið öllum helstu stjórnmálamönnunum heim til sín í partý. Svo daginn eftir tekur hann eftir því að það er búið að pissa í snjóinn fyrir utan húsið sitt. Með hlandinu var búið að skrifa: „Halldór Ásgrímsson er asni!“ Hann setur RLR í málið og þeir komast að því að þetta sé hlandið úr Guðna Ágústssyni en rithöndin hans Péturs Blöndal! HAHAHA... þessi var góður.
Maturinn var mjög góður og árshátíðin í alla staði flott. Við í norðurálsbandinu tókum nokkur lög og það kom mér svolítið á óvart að Steinn rak okkur niður til þess að Hundur í óskilum kæmist að.... og hann var ekkert að spara dónaskapinn.
Hlynur söng 3 lög, Brynja úr Idolinu tók með okkur 3 lög og Kristján starfsmannastjóri (fv.) tók eitt lag. Þetta var ótrúlega flott hjá okkur og þeim fannst þetta hafa verið ennþá flottara þegar hljómsveit hússins byrjaði svo að leika fyrir dansi.
Við ætluðum að fá að taka eitt lag til viðbótar þegar Hundur í óskilum voru búnir en gítarleikarinn í hljómsveitinni Pass sagði að það væri bara ekki hægt (við vorum ekki búnir að ganga frá neinu og það var allt klárt upp á sviði...). Ástæðan var sú að HANN hafði gleymt gítarólinni sinni heima og þurfti að fá eina lánaða hjá okkur! Besta ástæða ever... en allaveganna... ég stóð þarna rétt hjá og sagði við hann að því miður gæti ég ekki lánað honum gítarólina mína þar sem að ég væri að fara að nota hana uppá herbergi á eftir. Ég setti eins mikla kaldhæðni í þetta eins og ég gat en hann fattaði samt ekki neitt... FÍNT!
Allaveganna... þá var árshátíðin frábær í alla staði og ótrúlega gaman. Vildi að helgin hefði aldrei tekið enda...
Lag dagsins er The rain song með Led Zeppelin... af því að ég vill að það komi rigning og skoli öllum snjónum burt. Líka af því að það er æðislegt lag.
Það var nú ekkert allt of gefið að við myndum ná út á/til Selfoss á föstudaginn sökum óveðris en það hafðist. Sáum reyndar ekkert allt of mikið út fyrir húddið á bílnum á heiðinni og á milli Hveragerðis (Who-e-did-e's) og Selfoss. En þetta hafðist. Ég festi bílinn reyndar nokkrum sinnum á planinu hjá Hótel Selfoss en ekkert alvarlegt. Við tjékkuðum okkur inn og fórum á herbergi 213, sem var okkar herbergi. Ótrúlega vígalegt hvað tölurnar eru búnar að vera svipaðar alla vikuna... Sátum í sætum 12 og 13 á 6. bekk á Dúndurfréttum á þriðjudaginn. Sátum í sætum 13 og 14 á 5. bekk á Dúndurfréttum á fimmtudeginum. Gistum svo í herbergi 213 á Hótel Selfoss alla helgina og árshátíðarmiðarnir okkar voru númer 114 og 147.
12+13+13+14=52
52+5+6=63
213-63=150
(12+13)*6=150
(13+14)*5=135
(114*147)/213=78,67
5+6+12+13+13+14+147=210
213-114=99
213-147=66
Þetta eru bara nokkur dæmi um mögulegan útreikning úr þessum tölum... þetta segir náttúrulega ekki neitt... þannig að það er ennþá skemmtilegra að velta þessu fyrir sér :þ
En allaveganna... þá ákveðum við að athuga með færðina til Stokkseyri og taka hreinlega bara sénsinn á því að það sé fært þangað. Við lögðum tímanlega af stað og það var mjög góð færð úteftir þannig að það var í lagi. Reyndar smá skafl á bílastæðinu hjá veitingastaðnum 'Við fjöruborðið' sem við brunuðum bara í gegnum með ótrúlegum tilþrifum. Maturinn var unaðslegur... ÓMG!!! Þetta var ekkert smá gott... fengum göldrótta humarsúpu í forrétt sem var bókstaflega göldrótt hún var svo æðisleg og svo fengum við 600g af humri sem var alveg 'to-die-for'!!! SEJETTURINN HVAÐ ÞETTA VAR GOTT!!! Sátum þarna heillengi á meðan ég píndi ofan í mig restina af humrinum (skildum reyndar c.a. 50g eftir). Þetta var alveg himneskt. Keyrðum svo heim með bros á vör og gátum ekki hætt að hugsa um matinn.
Við kíktum aðeins út á lífið á Selfossi um kvöldið og fórum inn á Pakkhúsið. Það var live band þar sem var ágætt og fullt af fólki. Mesta athygli vakti frekar öldruð, drukkin kona sem dansaði til skiptis við tvo eldri menn þarna sem voru alveg æstir í hana. Það lá við að til slagsmála kæmi þegar hún virtist svo vera búin að gera upp við sig... en það er nú önnur saga.
Við náðum að sofa aðeins út á laugardeginum og gerðum lítið annað, framan af deginum, en að fara út til þess að fá okkur eitthvað að borða. Ég fór svo í 'sándtjékk' klukkan 5 og svo var bara farið í það að hafa sig til fyrir kvöldið.
Árshátíðin átti að byrja klukkan 7 en okkur var ekki hleypt inn í sjálfan salinn fyrr en um 8, þannig að við fengum fordrykk (rautt, hvítt, rósa eða bjór) og sátum frammi og kjöftuðum. Steinn Ármann sá um veislustjórnunina og það er skemmst frá því að segja að með þessa hormottu sem hann var með, leit hann út eins og klámmyndastjarna. Sem var svosem allt í lagi... Hann var mjög fyndinn á köflum og þá sérstaklega þegar hann tók fyrir innanbúðargrín sem var þó ekki mikið. En hann sagði einn brandara sem var á þá leið að Halldór Ásgrímsson hafði boðið öllum helstu stjórnmálamönnunum heim til sín í partý. Svo daginn eftir tekur hann eftir því að það er búið að pissa í snjóinn fyrir utan húsið sitt. Með hlandinu var búið að skrifa: „Halldór Ásgrímsson er asni!“ Hann setur RLR í málið og þeir komast að því að þetta sé hlandið úr Guðna Ágústssyni en rithöndin hans Péturs Blöndal! HAHAHA... þessi var góður.
Maturinn var mjög góður og árshátíðin í alla staði flott. Við í norðurálsbandinu tókum nokkur lög og það kom mér svolítið á óvart að Steinn rak okkur niður til þess að Hundur í óskilum kæmist að.... og hann var ekkert að spara dónaskapinn.
Hlynur söng 3 lög, Brynja úr Idolinu tók með okkur 3 lög og Kristján starfsmannastjóri (fv.) tók eitt lag. Þetta var ótrúlega flott hjá okkur og þeim fannst þetta hafa verið ennþá flottara þegar hljómsveit hússins byrjaði svo að leika fyrir dansi.
Við ætluðum að fá að taka eitt lag til viðbótar þegar Hundur í óskilum voru búnir en gítarleikarinn í hljómsveitinni Pass sagði að það væri bara ekki hægt (við vorum ekki búnir að ganga frá neinu og það var allt klárt upp á sviði...). Ástæðan var sú að HANN hafði gleymt gítarólinni sinni heima og þurfti að fá eina lánaða hjá okkur! Besta ástæða ever... en allaveganna... ég stóð þarna rétt hjá og sagði við hann að því miður gæti ég ekki lánað honum gítarólina mína þar sem að ég væri að fara að nota hana uppá herbergi á eftir. Ég setti eins mikla kaldhæðni í þetta eins og ég gat en hann fattaði samt ekki neitt... FÍNT!
Allaveganna... þá var árshátíðin frábær í alla staði og ótrúlega gaman. Vildi að helgin hefði aldrei tekið enda...
Lag dagsins er The rain song með Led Zeppelin... af því að ég vill að það komi rigning og skoli öllum snjónum burt. Líka af því að það er æðislegt lag.