<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Old man river... 

Ok... ég er með verstu harðsperrur lífs míns í dag :'(
Ég er með svo miklar harðsperrur í innanverðum lærunum að ég get varla gengið. Skellti mér beint í sund í morgun og þurfti að sleppa því að fara í sokka. Ég silaðist um eins og áttræður karl sem er að jafna sig eftir að hafa brotið á sér mjöðmina. Ég mýktist aðeins við það að fara í pottinn... en ég hugsa að ég fari ekki að lyfta í dag... ágætt að taka einn dag í að skríða saman.

Eins og venja er kemur margt eldra fólk saman í sund á morgnanna og það var svolítið fyndið að hugsa til þess að ég passaði alveg inn í hópinn... hóp þeirra sem hreyfast hægt yfir og eiga bágt með að beygja sig. Karen gerði grín að því í morgun að ég yrði að biðja einhverja af gömlu körlunum um að hjálpa mér í skýluna, en til þess kom þó ekki... ég klæddi mig í skýluna með aflinu og heimskunni... tók þetta á hatrinu.

Það var mikið rætt um eldriborgara, elliheimili, herstöðina á Keflavíkurvelli og pólitík í heitapottinum að þessu sinni. Ég hlustaði á með öðru eyra þar sem að ég komst að því að ef maður er með miklar harðsperrur í lærunum, heyrir maður frekar illa. :þ Það sem stóð þó uppúr var að pottormarnir voru sammála um það að Gísli Marteinn væri frábær sem borgarstjóri. Þarna fór ég að heyra aðeins betur. Það er víst þannig að það væri best að fá þann sem er verstur til þess að vera borgarstjóri því að þá markar það upphaf endalokanna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þeir vildu meina að ef Gísli Marteinn yrði borgarstjóri yrði það til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa öllu sínu fylgi þar sem að hann hefur enga reynslu á þessu sviði, né öðrum, for that matter... Þannig að ég segi: Gísli Marteinn sem borgarstjóri!

Mér fannst það líka mjög sniðugt að Karen sagði mér að Gísli Marteinn og Sigurður Kári hafi verið niðrá hallærisplani á kvennafrídeginum, færandi konum heitt kakó. Mér fannst það fyndið vegna þess að ég og Hlynur sáum Gísla koma úr Ikea um daginn og þau voru þarna hjónakornin með dæturnar tvær. Gísli labbaði á undan, eldri stelpan rétt á eftir honum og konan hans með litlu dótturina töluvert á eftir. Flottur gaur! Hann var uppstrílaður eins og herforingi og honum hefur eflaust liðið eins og sannri drottningu. Ótrúlega sérstakt að púlla stuðningsmann kvenna þegar það hentar en púlla svo 'sjálfstæðismanninn' á konuna... það er kannski ekkert sérstakt við það?

Allaveganna... það er annar í Dúndurfréttum hjá okkur í kvöld og ég spenntur... ja, eins og gaur með harðsperrur... en ég læt ekki deigan síga... ég púlla bara 'old-man-river' á Karen í kvöld ef því er að skipta... :) Annars hlýt ég að skána í dag... vona það allaveganna... Ar jú viþ mí?!?

Lag dagsins er Cryin' með Aerosmith...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?