<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 04, 2005

The biggest loser... 

er án ef ég... mér tókst að eyða heilum klukkutíma af mínu lífi í eitt mesta júsless sjónvarpsefni sem til er á jarðkringlunni... íslenski bachelorinn. Þetta er svo mikið crap að þeim tókst ekki einu sinni að þýða bachelor yfir á íslensku. Mér fannst samt æðislegt að sjá Heklu ekki fá rós af því að ég held að hún eigi skilið eitthvað betra. Það er bara eitthvað við þennan þátt... ég heyrði því nú fleygt fram að það hefðu 3 stúlkur að norðan hætt við þátttöku þegar í ljós kom hver piparinn átti að vera. Hann hafði víst sængað hjá tveimur þeirra og mömmu einnar... ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

En það verður vissulega gaman að fylgjast með fyrirsögnunum í Séð og heyrt og Hér og nú þegar þessari þáttaröð lýkur: Steini rómantískur!, Steini ennþá rómantískur..., Neistinn farinn?, Hætt saman!, Slitu þessu sem vinir..., Náðu saman aftur..., Steini kominn með nýja! og síðast en ekki síst: Hvar er hann nú?!?

Steini á eftir að vera tengdasonur íslands þangað til að hann flytur út fyrir landsteinana og fer að vinna og sýsla með hesta með erlendu unnustu sinni... hljómar kunnuglega... finnst eins og ég hafi Lesið, séð og heyrt þetta áður...

En yfir í annað skemmtiefni... þá skelltum við Helgi okkur á Doom í bíó í kvöld. Mér fannst hún alveg eiga skilið 4 af 5 á 'my weird-shit-o-meter'. Ég hugsa að það hefði aukið skemmtanagildið ef það hefði ekki verið reynt að búa til eitthvað plott. Ég beið spenntur eftir því að upplifa 'fyrstu-persónu-skotleiks-mynd' sem var ekki nema c.a. 5 mínútna hluti af myndinni. En ég er ekki frá því að ég hafi fengið smá flassback og fundið 'fílínginn' aftur. Við spiluðum þetta eins og bavíanar í gamla daga og án efa fyndnasta atriði sem ég hef upplifað gerðist einmitt á 'Dabbi-'94 laninu'. Þá vorum við að spila Doom 1 og Nonni frændi var með tölvuna sína við borðstofuborðið alveg upp við glugga. Í hita leiksins beygði hann sig undan rocket sem stefndi beint í andlitið á honum með svo miklum tilþrifum að hendurnar náðu varla á lyklaborðið og hann rak annað hnéð upp undir sólbekkinn í glugganum. Hann rak upp harmakvein og haltraði svo með kallinum þegar hann hljóp undan fleiri rockettum. Þetta var og verður alltaf svona 'you-had-to-be-there-experience' en ef það er eitthvað sem fær mann til þess að flissa upphátt þá er það þetta atriði. Svo held ég að það hafi verið á sama lani eða heima hjá Þóri að Jonni tók Moonwalk við lagið Bad með Mækol Jakkson en það er allt önnur saga...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?