<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ef ég væri... 

indíáni þá myndi ég heita Tyr'd-lil-kla'd eða Litla Þreyttský... Ég hef sjaldan (í lífinu) vaknað svona syfjaður... ég vaknaði reyndar klukkan 6 í morgun og sofnaði aftur. Klukkan 6 var ég mjög hress... en svo sofnaði ég aftur (eftir smá stund (í lífinu)) og þegar ég vaknaði svo aftur var ég alveg búinn. Málið er að mig dreymdi svo mikið!

Þetta kom ekki endilega í þessari röð... en hérna kemur bróðurparturinn af draumunum:

1. Ég var staddur í þyrlu ásamt Sigga Hauks, Svabba og einhverjum einum öðrum og flugum yfir mikinn skóg. Þaðan yfir einhvern dal og svo er okkur kastað út. Við lendum við fjallsrætur á mjög bröttu fjalli og erum allir allt í einu kappklæddir. Siggi og Svabbi lenda aðeins ofar (c.a. 2 m) en við erum allir tengdir saman með öryggislínum. Við hefjumst svo handa við að labba upp fjallið og það er mjög bratt og ég er nokkrum sinnum alveg við það að detta en ég er í svo góðum skóm (moonboots) að ég renn ekki. Þegar við komum svo upp á toppinn er alveg geðveikt útsýni. Þar bíða okkar 4 vélsleðar og við förum 'beisikklí' að leika okkur á vélsleðum. Áður en ég fer á minn moka ég aðeins af honum og frá honum með skóflu (sem er alveg eins og hið geysivinsæla 'Spliff, donk og gengja' (meira að segja blátt, gult og rautt á litinn)). Ég á svo að láta það detta niður fjallshlíðina en ég verð að passa mig að það fari ekki í hausinn á þjóðgarðsverðinum þannig að ég kalla niður hvort að það sé einhver fyrir neðan en fæ ekkert svar. Ég lít þá fyrir aftan mig og þar er svona gult vinnuljós (eins og er oft á gröfum o.fl.) og þar sem það er ekki kveikt á því veit ég að vörðurinn er ekki fyrir neðan. Ég læt 'skófluna' detta niður og hún lendir beint í einum polli sem er fyrir neðan. Svo fer ég að leika mér. Allt í einu er ég kominn á Reynigrundina að leika mér á vélsleðanum og það er ótrúlega gaman...

2. Ég er að labba út í bílinn minn og sé þá að það er búið að 'lykla' hann. Ég verð alveg ótrúlega brjál og vill komast að því hver lyklaði bílinn minn. Ég fer að rekja hvar bílnum hafi verið lagt og mér dettur helst í hug að hann hafi verið lyklaður fyrir utan eitthvað hús í bænum. Ég fer þangað og finn svona lakk-kurl á bílastæðinu þar sem ég hafði lagt bílnum en ákveð að kæra þetta ekki þar sem að ég þykist vita hver þetta hafi verið og tel það ógerlegt að sanna það. Allaveganna... þegar ég skoða lyklið svo betur þá sé ég upphafsstaf þessarar manneskju sem ég hef grunaða um verknaðinn auk þess að það er búið að lykla rúðuna afturí (farþegamegin) þannig að það myndar dáleiðsluspíral... (samfelld lína í hring sem minnkar alltaf í stað þess að loka hringnum). Nema hvað að stafurinn er á röngunni... eins og t.d. F nema að angarnir snúa aftur (skiljiði?). Ok... allt í einu er ég staddur á Bjarkagrundinni og fyrir utan húsið þar sem þessi manneskja á heima (í draumnum) og er þar að ræða við mömmu manneskjunnar. Allt í einu sé ég manneskjuna liggja í sófa (eins og manneskjan hafi verið sofandi) og manneskjan virðist vera veik. Þá 'confronta' ég manneskjuna og þar sem að foreldrarnir eru viðstaddir viðurkennir manneskjan verknaðinn. Ég ákveð að kæra... ótrúlega bitur í lífinu. Ég held svo áfram og keyri á milli Grundanna þangað til að ég er að verða kominn heim. Þá sé ég Sturlu (sem á heima á réttum stað í draumnum) og barn hans er eitthvað að leika sér á kassabíl og verður næstum því fyrir mínum bíl (ekki mér að kenna að sjálfsögðu) og ég stoppa bílinn inní bílskúr. Þarna eru mamma, Nonni frændi, Þóra, Atli og einn enn. Við förum öll eitthvað að reyna að gera við bílinn og þá er hann allt í einu kominn á búkka og á einhverjum krappí felgum. Við erum eitthvað að fara að skipta um dekk og dytta að bílnum... ég er eitthvað að sjæna hann af því að ég veit að ég er að fara fá bílinn sprautaðann í boði trygginganna þar sem að þetta var shure-win sittjúeisjon með lyklið.

3. Ég er eitthvað að labba í gegnum Grundirnar og þá sé ég bróður 'manneskjunnar' úr draum 2 og hann er eitthvað stelast til að reykja. Hann er með tóbak og tóbaksbréf og er að vefja sér sjálfur... eníhú... ég labba aðeins lengra og virðist vera að fara í heimsókn í hús á Bjarkagrundinni. Þar hitti ég fyrir Pétur eineygða og konuna hans (nema hvað að þau eru löngu skilin (í lífinu)). Þau eru að skila til mín tveimur DVD myndum og voru hæstánægð með þær þannig að ég býð þeim að kíkja bara endilega til mín ef þau vilji fá einhverjar aðrar lánaðar. Þau þyggja það með þökkum og ég bið hann um að láta mig hafa ímeilið sem ég skrifa niður... og það skrýtna (eða ekki) við það er að hann lætur mig fá eitthvað ímeil sem inniheldur ekki nafið hans og eitthvað útlenskt lén fyrir aftan @-ið.

4. Svo dreymdi mig eitthvað frá 6 sem ég man ekki... þetta er samt ótrúlega stutta útgáfan af þessum draumum þannig að það er kannski ekki furða að ég sé þreyttur!

Ég og Jonni skelltum okkur svo í gær í Hellinn til þess að bera Blindsight augum. Það var svo geðveikt af því að þegar þeir komu sér fyrir kom allt í einu geðveik svitalykt (líklegast af sveitta gaurnum eða gellunni (sá ekki hvort kynið þetta var...)) með dreddana sem staðsetti sig eiginlega beint fyrir framan okkur og ég hugsaði bara: Vááá... GEÐVEIKT ROKK! Hehehe... þeir voru samt mjög góðir þó svo að sándið þarna hafi verið algjört drasl. Þeir voru þriðja hljómsveitin af fjórum og söngurinn skilaði sér einu sinni almennilega í einu af þremur lögum hjá hljómsveitinni sem var á undan. Villi spilaði að sjálfsögðu ber að ofan og hann var ótrúlega flottur... honum fannst þetta ekki hafa verið nógu gott sjálfum (eftirá) en ég heyrði aldrei neitt klikk.
Hljómsveitin Burnoff spilaði á undan Blindsight, en þeir eru frá Akranesi. Davíð hennar Kötlu Guðlaugs spilar á trommur í þeirri hljómsveit en hann hringdi í mig þegar þeir voru að nefna hljómsveitina og spurði mig hvort að þeir mættu nota nafnið Burnoff þar sem að ég 'átti' það nafn. Málið var að fyrir stóriðjudansleik einhverntíman í forneskjunni settum við saman band: ég, Davíð, Danni Bjé og Maggi bílnúmer og ég gaf því nafnið 'Anóðubandið Burnoff'. Þetta var pönkband og við spiluðum þrjú lög: Guttavísur, Undir bláhimni og eitthvað eitt enn (sem ég man ekki hvað var) í pönkbúningi! Það var ótrúlega gaman og við vorum klappaðir upp tvisvar en þar sem við vorum bara búnir að æfa í 40 mínútur kunnum við ekkert fleiri lög og spiluðum bara eitt af þessum lögum tvisvar :þ HAHAHAHA

Ég á semsagt heiðurinn af hljómsveitarnafninu Burnoff og einnig 'Flaming disaster' en það er allt önnur saga...

En ég held að þetta sé orðin ágætislesning í bili auk þess að ég þarf að fara að drulla mér að vesenast og skólast áður en ég renni upp á Skaga á hljónstaræfíngu.

Later y'all
Lag dagsins er 'Move over' með 'Janis Joplin and The Full Tilt Boogie Band'.

Minnið mig svo á að segja ykkur frá því þegar ég hitti Smára tarf...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?