<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ekki barnanna verstur 

Fór í foreldraviðtal í morgun upp í Borgarnes. Ég man ennþá eftir því þegar ég labbaði með Agga einhverntímann í 'vitnisburð', eins og þetta hét í þá daga, í 'talandi skóm' (þ.e. sólinn farinn að losna frá að framan), skömmustulegur á svip... ég vissi svosem alveg upp á mig sökina í því tilfellinu :( En það er allt önnur saga...

Hlynur kom nú bara ágætlega út úr þessu. Svolítill prakkari, smá hrekkjusvín en yfir höfuð samt duglegur. Fjóla og Sísí, kennarar Hlyns, voru samt almennt ánægðar með drenginn sem von var nú á og enn fórum við af stað út í þennan pakka: „...hann er bara strákur...“. Ég er samt bara ótrúlega ánægður með það að hann er það litríkur karakter að hann verður líklegast aldrei fyrir einelti. Mér finnst það ótrúlega mikilvægt. Ótrúlegt hvað mér finnst það ótrúlega mikilvægt... fullt af lýsingarorðum... en svo er aftur á móti annað mál hvort að maður eigi eftir að geta horfst í augu við það ef hann verður svo seinna meir gerandi... en það er allt önnur saga...

Ég heyrði í gær, á kaffistofunni í Háskólabíó, hvar 6 miðaldra konur sátu saman og voru að ræða um skólamál að ein segir: „...já, það var einmitt þegar þeir lögðu af refsingar í skólunum...“ og önnur greip setninguna á lofti og bætti við: „...já, það voru sko mistök!“ Svo hlógu þær hver í kappi við aðra á meðan ég stóð í röðinni og glotti út í annað :) en það er líka önnur saga...

En allaveganna þá fer hegðun Hlyns batnandi og ég hef þannig séð ekki miklar áhyggjur af þessu... þar sem að þetta batnandi fer... auk þess að það eru miklar breytingar sem hafa átt sér stað hjá pjakk undanfarna mánuði. En Hlynur er hvorki barnanna bestur né verstur og þá getur maður unað sáttur við sitt. En það verður gaman að sjá hvort að hann taki einhverjum framförum fyrir næsta foreldraviðtal því nú hefur maður eitthvað til að miða við...

En yfir í allt aðra sálma... ég rakst á þrjár myndir sem mig langar til þess að deila með ykkur. Ég vona að ég verði ekki lögsóttur fyrir að birta myndirnar á blogginu mínu... en þær eru allar fengnar frá Ljósmyndasafni Akraness eins og glögglega má sjá á myndunum (finnst lógóið vera óþarflega fyrirferðamikið!!!) en á fyrstu tveimur má sjá föður minn; Atla Þór Helgason og eins og glöggir lesendur geta séð þá var þarna á ferð töffari mikill og flottur gaur! ;)




Svo rákumst við á eina skemmtilega mynd í gærkvöldi þegar Nonni frændi og Þóra sys voru heimsókn. Hvað sem allir halda þá er þetta ekki mynd af Sylvester Stallone, heldur honum Valentínusi Ólasyni, móðurbróður mínum. Og fyrir þá sem til þekkja... skoðið spegilmyndina af honum í glugganum... Hverjum líkist spegilmyndin mest?!? og getiði nú!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?