<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Falinn fjarsjóður... 

Hlynur er ótrúlega upptekinn af fjarsjóðskortagerð og fjarsjóðum þessa stundina. Í morgun var fjarsjóðsleit eftir mjög nákvæmt teiknuðu fjarsjóðskorti og leiddi kortið í ljós sparibaukinn hans Hlyns falinn inni í skáp. Fullt af gulli þar á ferð. Svo núna rétt áðan fórum við í aðra fjarsjóðsleit þar sem var meira að segja gildra á leiðinni! Skólataskan hans innihélt beinagrind sem skaust upp ef maður fór ekki varlega. Eftir að hafa fetað nákvæmlega í sporin á kortinu staðnæmdust við fyrir framan ískápinn og inní honum var raunverulegur fjarsjóður... Gulrætur! Það er nú hressandi að finna svona hollan og skemmtilegan fjarsjóð. Verði okkur að góðu!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?