<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 19, 2005

Hlynur goes metro! 

Tæp vika síðan ég bloggaði seinast... ekki næstum því met en ég veit að fólk verður sárt ef ég 'tjékka mig ekki inn' endrum og eins...

Ég verð bara að segja ykkur enn og aftur frá bílaviðgerðum því að ég hef aldrei komist í kynni við eins frábært bifreiðaverkstæði eins og Stimpill. Maður hringir bara og pantar tíma og bílinn er tilbúinn á einum degi! ÓMG... ég fór með Kvikindið (Toyotuna) til að láta skipta um tímareim í vor og það tók innan við dag... kom með bílinn kl. 8 um morguninn og sótti hann kl. 17 sama dag... það sama var uppá teningnum á miðvikudaginn... pantaði tíma á mánudeginum og mætti með hann á hádegi. Hringdi svo klukkan 16 og þá var hann tilbúinn!!! SEJETTURINN... ekkert einhver margra daga bið... auk þess þá vissi ég ekkert hvað var að honum og sagði bara frá helstu einkennum og þeir náttúrulega fixuðu þetta bara á klukkutíma! Plús það að ég þurfti ekki að selja rassgatið á Karen til þess að eiga fyrir viðgerðinni... þetta eru snillingar!

Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf Akralind 9 201 Kópavogur 5641095

Vikan leið mjög hratt... mjög... svo hratt að ég vissi ekki að hún var búin fyrr en núna... seint á laugardagskveldi. Ég sótti Hlyn á föstudaginn í skólann og við brunuðum beint í bæinn og skelltum okkur í körfu og svo var sörpræs þegar heim var komið. Karen hafði keypt föt fyrir Hlyn úti í Danmörku og það var smá tískusýning og stemmari. Við vöknuðum svo snemma í morgun til þess að skutla Karen í vinnuna og höfðum það svo notalegt hérna heima til hádegis en þá skelltum við okkur í bíó á Kjúlla litla. Það var nú bara með betri myndum sem maður hefur séð svolítinn tíma! Við ætluðum svo beint í sund eftir bíóið en þar sem við vorum í Kringlunni, skelltum við okkur í Next til þess að reyna að finna buxur á Hlyn. Hann á tvennar buxur sem vantar á töluna og við ákváðum að púlla bara metró-gaurinn á þetta og versla bara nýjar! :þ Til hvers að gera við þegar það er til nýtt?!? Eníhú... við fórum í Next og ég fann tvennar buxur sem ég vildi láta Hlyn máta og hann skundaði í átt að mátunarklefunum... ótrúlega opinn fyrir því að vera að fara að máta föt. Á meðan hann var að klæða sig úr (sínum) og í (hinar) þá skaust ég fram og fann tvo boli. Ég kom með þá báða og rétti þá innfyrir mátunarklefann. Hlynur sagði ekkert þannig að ég tók því bara sem samþykki og bað hann fyrst að máta þann sem mér fannst flottari (hinn var Spider-man). Hann gerði það og dró frá hengið og kom fram til að sýna mér... glænýjar buxur og bleikur bolur!!! ÓMG Þvílíkur töffari!!! Ég átti ekki til orð. Sagði ekkert samt til þess að mynda ekki skoðun fyrir hann og lét hann máta hinar buxurnar og Spider-man bolinn. Honum leist mjög vel á báðar buxurnar þannig að það var fljótafgreitt en af hreinum kvikindisskap lét ég hann velja sér annan hvorn bolinn og AUÐVITAÐ varð sá bleiki fyrir valinu!!! Hann varð reyndar eitthvað súr á svipinn þegar hann fór svo í buxur og bol (til að sýna Karen þegar heim var komið) en það var leyst með því að fara í svarta hettupeysu yfir. Geggjaður töffari...
ÓMG... ég verð að múta honum með einhverjum fjandanum til þess að ná mynd af honum á morgun... sejetturinn hvað ég verð að mynda þetta. Læt ykkur vita á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?