fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Kúkurinn í lauginni...
Við vöknuðum klukkan 5 í morgun vegna þess að Karen var að fara ásamt Röggu vinkonu sinni til Danmerkur til þess að hitta vinkonur sínar; Möggu og Lóu.
Mig dreymdi alveg rosalega mikið rétt eftir að ég sofnaði í gærkvöldi og vaknaði alveg með andköfum! Sá draumur var þannig að ég og Karen vorum stödd í sömu blokk og Svabbi og Þórey búa í (ekki raunverulega þeirra blokk) og við ætluðum að skoða íbúð þarna sem var til sölu. Þegar við komum að íbúðinni eru Sigurþór og Júlla að koma út úr henni og þá er víst búið að selja hana. Þannig að ég fer aftur niður og þá er eitthvað festival í gangi út á túninu á bak við blokkina. Glanni glæpur er þarna og íþróttaálfurinn kemur kemur stuttu seinna og ég spyr hann hvort að ég geti fengið eiginhandaráritun fyrir Hlyn þar sem að hann hafi ekki náð að sjá hann á Latabæjarhátíðinni um daginn. Hann er til í það þar sem að hann vissi að það voru svo margir þar og skrifar til hans lítið bréf. Ég fékk bréfið en las það ekki, sá samt skriftina og hélt áfram. Næst labba ég eitthvað aðeins lengra þarna frá og þá sé ég 2 rafmagnssnúrur sem fara ofan í jörðina. Þetta eru svona c.a. 10 metra snúrur. Svo tek ég eftir því að það er tosað í aðra snúruna (úr jörðinni) og ég er sannfærður um að þar séu íkornar á ferð. Svo er tosað meira og svo heyrist svona dýrakvein. Þá hafa íkornarnir nagað snúruna í sundur og annar fengið raflost. Ég tosaði í snúruna og það er tosað á móti þangað til að ég heyri seinna dýrakvein og þá hefur hinn fengið raflost. Svo lít ég þarna til hliðar og þá sé ég að í stað íkornanna eru komnir ljónsungar (c.a. 1 til 2 ára, hálffullorðnir) og þeir taka á rás til mín. Þeir stökkva á mig og ég næ að drepa annan þeirra og hinn fanga ég og ætla að setja hann í búr. Fyrir utan herbergið okkar (í draumnum) er nýlegur barnavagn sem er búið að breyta í búr og þangað eru allt í einu komnir báðir ljónsungarnir og þeir eru sallarólegir. Ég spyr sjálfan mig lágt upphátt hvernig sé best að geyma þá og þá heyri ég rödd Kristínar (fv. tengdó) sem segir: í myrkri. Þá ætla ég að fara í næsta herbergi við hliðina á (þar sem að það er dimmra heldur en það sem ég er í núna og þar eru einnig sterkbyggðari búr fyrir k.a.ó.s. (kattardýr af óvenjulegri stærð) en þegar ég opna hurðina þangað inn mætir mér kóbraslanga! Hún hissar á mig, öll sperrt og gerir árás á mig en hún bítur mig samt ekki... ég hrökklast til baka og vakna svo alveg móður og másandi. Sejetturinn!
Svo eftir að ég kom heim frá því að skutla vinkonunum út á flugvöll lagði ég mig og mig dreymdi meira...
Nú var ég staddur í einhverju húsi og var að tala við Þóru systir í símanum (gsm). Hún var að segja að Nonni frændi væri að koma til hennar og ætlaði að fá sér einn bjór og svo færi hann líklegast út aftur af því að það væri Iceland airwaves tónlistarhátíðin í gangi. Þá sný ég mér við og er þá kominn í afmæli til Sigurþórs (hennar Júllu sem var líka í fyrri draumnum). Hann byrjar að spila á kassagítar og þá er hann með heila hljómsveit með sér og þeir spila Johnny B. Goode. Hljómar ekkert allt of vel í byrjun en verður strax skárra í öðru erindi. Sigurþór er að spila á kassagítar og til hliðar við hann eru svo tveir gítarar til viðbótar; hollowbody gítar í cherry sunburst lit (fyrir þá sem þekkja til...) og rauð Stratocaster týpa með perlupickguard. Eníhú... svo sé ég Svan Dan og hann langar eitthvað að syngja með hljómsveitinni en fær það ekki þannig að hann endar með því að brjóta Stratocasterinn.
Hljómsveitin hættir þá að spila og ég labba eitthvað fram og þá er önnur hljómsveit að byrja að spila á litlu sviði sem er þar... og þá er ég kominn á Iceland airwaves! Ég fer svo út og niður alveg ótrúlega margar tröppur. Það er snjór á tröppunum og þegar ég kem fyrir miðjar tröppurnar þá keyrir út (frá íbúð sem er þarna hálfa leið niður) einhvers konar grafa sem á í mestu erfiðleikum með að komast niður tröppurnar af því að dekkin ná alveg út í steypt handriðin sitthvoru megin.
Svo er ég allt í einu kominn í anddyrið hjá Sigurþóri aftur og í anddyrinu eru par af asískum uppruna sem ég smokra mér framhjá og ætla á klósettið sem var þarna á jarðhæðinni. Þá kem ég þangað inn og næ varla að loka hurðinni sem er eiginlega bara einhver drasl-hleri. Ég er svo allt í einu að fara í heitapottinn sem er þarna inni og það er eitthvað par að svamla í pottinum og þegar ég kem ofan í pottinn sé ég að vatnið er eitthvað gruggugt. Ég fer að skoða það betur og þá eru einhverjar tægjur í vatninu. Svo sé ég hann... MANNARI Á BOTNINUM! Ég fer uppúr af því að það er kúkur í heitapottinum... og þá finn ég Andra, sem er mágur Sigurþórs, þar sem hann liggur undir einhverju og hann bendir mér á símann minn og myndavélina. Þegar ég tek svo upp símann minn er hann allur í kúk! Það er eins og einhver hafi hreinlega kúkað á símann minn... Ég er svo allt í einu staddur fyrir utan eitthvað veitingahús og sit upp á einhverju bekk og Karen við hliðina á mér og á milli okkar er vatnsslanga sem ég er að nota til þess að skola frontinn á símanum (þá er ég búinn að taka hann í sundur og það er kúkur allstaðar inni á milli frontsins... Svo vaknaði ég.
Ótrúlegar draumfarir ekki satt... ég vona að þið nennið að lesa þetta...
Annars er bara róleg helgi framundan hjá okkur feðgunum... það er spurning hvort að við förum í smá ferðalag á laugardaginn þar sem að Helgi og Ásgeir ætla að bjóða vinum og vandamönnum í tilefni afmælis þeirra að 'snorkla' í Þingvallavatni en þeir eru báðir kafarar og Helgi allaveganna, að verða kominn með kennararéttindi í köfun. Við feðgar munum þó ekki kafa né snorkla að þessu sinni... gæti verið gaman að kíkja og sjá... Spáum íisuu...
Mig dreymdi alveg rosalega mikið rétt eftir að ég sofnaði í gærkvöldi og vaknaði alveg með andköfum! Sá draumur var þannig að ég og Karen vorum stödd í sömu blokk og Svabbi og Þórey búa í (ekki raunverulega þeirra blokk) og við ætluðum að skoða íbúð þarna sem var til sölu. Þegar við komum að íbúðinni eru Sigurþór og Júlla að koma út úr henni og þá er víst búið að selja hana. Þannig að ég fer aftur niður og þá er eitthvað festival í gangi út á túninu á bak við blokkina. Glanni glæpur er þarna og íþróttaálfurinn kemur kemur stuttu seinna og ég spyr hann hvort að ég geti fengið eiginhandaráritun fyrir Hlyn þar sem að hann hafi ekki náð að sjá hann á Latabæjarhátíðinni um daginn. Hann er til í það þar sem að hann vissi að það voru svo margir þar og skrifar til hans lítið bréf. Ég fékk bréfið en las það ekki, sá samt skriftina og hélt áfram. Næst labba ég eitthvað aðeins lengra þarna frá og þá sé ég 2 rafmagnssnúrur sem fara ofan í jörðina. Þetta eru svona c.a. 10 metra snúrur. Svo tek ég eftir því að það er tosað í aðra snúruna (úr jörðinni) og ég er sannfærður um að þar séu íkornar á ferð. Svo er tosað meira og svo heyrist svona dýrakvein. Þá hafa íkornarnir nagað snúruna í sundur og annar fengið raflost. Ég tosaði í snúruna og það er tosað á móti þangað til að ég heyri seinna dýrakvein og þá hefur hinn fengið raflost. Svo lít ég þarna til hliðar og þá sé ég að í stað íkornanna eru komnir ljónsungar (c.a. 1 til 2 ára, hálffullorðnir) og þeir taka á rás til mín. Þeir stökkva á mig og ég næ að drepa annan þeirra og hinn fanga ég og ætla að setja hann í búr. Fyrir utan herbergið okkar (í draumnum) er nýlegur barnavagn sem er búið að breyta í búr og þangað eru allt í einu komnir báðir ljónsungarnir og þeir eru sallarólegir. Ég spyr sjálfan mig lágt upphátt hvernig sé best að geyma þá og þá heyri ég rödd Kristínar (fv. tengdó) sem segir: í myrkri. Þá ætla ég að fara í næsta herbergi við hliðina á (þar sem að það er dimmra heldur en það sem ég er í núna og þar eru einnig sterkbyggðari búr fyrir k.a.ó.s. (kattardýr af óvenjulegri stærð) en þegar ég opna hurðina þangað inn mætir mér kóbraslanga! Hún hissar á mig, öll sperrt og gerir árás á mig en hún bítur mig samt ekki... ég hrökklast til baka og vakna svo alveg móður og másandi. Sejetturinn!
Svo eftir að ég kom heim frá því að skutla vinkonunum út á flugvöll lagði ég mig og mig dreymdi meira...
Nú var ég staddur í einhverju húsi og var að tala við Þóru systir í símanum (gsm). Hún var að segja að Nonni frændi væri að koma til hennar og ætlaði að fá sér einn bjór og svo færi hann líklegast út aftur af því að það væri Iceland airwaves tónlistarhátíðin í gangi. Þá sný ég mér við og er þá kominn í afmæli til Sigurþórs (hennar Júllu sem var líka í fyrri draumnum). Hann byrjar að spila á kassagítar og þá er hann með heila hljómsveit með sér og þeir spila Johnny B. Goode. Hljómar ekkert allt of vel í byrjun en verður strax skárra í öðru erindi. Sigurþór er að spila á kassagítar og til hliðar við hann eru svo tveir gítarar til viðbótar; hollowbody gítar í cherry sunburst lit (fyrir þá sem þekkja til...) og rauð Stratocaster týpa með perlupickguard. Eníhú... svo sé ég Svan Dan og hann langar eitthvað að syngja með hljómsveitinni en fær það ekki þannig að hann endar með því að brjóta Stratocasterinn.
Hljómsveitin hættir þá að spila og ég labba eitthvað fram og þá er önnur hljómsveit að byrja að spila á litlu sviði sem er þar... og þá er ég kominn á Iceland airwaves! Ég fer svo út og niður alveg ótrúlega margar tröppur. Það er snjór á tröppunum og þegar ég kem fyrir miðjar tröppurnar þá keyrir út (frá íbúð sem er þarna hálfa leið niður) einhvers konar grafa sem á í mestu erfiðleikum með að komast niður tröppurnar af því að dekkin ná alveg út í steypt handriðin sitthvoru megin.
Svo er ég allt í einu kominn í anddyrið hjá Sigurþóri aftur og í anddyrinu eru par af asískum uppruna sem ég smokra mér framhjá og ætla á klósettið sem var þarna á jarðhæðinni. Þá kem ég þangað inn og næ varla að loka hurðinni sem er eiginlega bara einhver drasl-hleri. Ég er svo allt í einu að fara í heitapottinn sem er þarna inni og það er eitthvað par að svamla í pottinum og þegar ég kem ofan í pottinn sé ég að vatnið er eitthvað gruggugt. Ég fer að skoða það betur og þá eru einhverjar tægjur í vatninu. Svo sé ég hann... MANNARI Á BOTNINUM! Ég fer uppúr af því að það er kúkur í heitapottinum... og þá finn ég Andra, sem er mágur Sigurþórs, þar sem hann liggur undir einhverju og hann bendir mér á símann minn og myndavélina. Þegar ég tek svo upp símann minn er hann allur í kúk! Það er eins og einhver hafi hreinlega kúkað á símann minn... Ég er svo allt í einu staddur fyrir utan eitthvað veitingahús og sit upp á einhverju bekk og Karen við hliðina á mér og á milli okkar er vatnsslanga sem ég er að nota til þess að skola frontinn á símanum (þá er ég búinn að taka hann í sundur og það er kúkur allstaðar inni á milli frontsins... Svo vaknaði ég.
Ótrúlegar draumfarir ekki satt... ég vona að þið nennið að lesa þetta...
Annars er bara róleg helgi framundan hjá okkur feðgunum... það er spurning hvort að við förum í smá ferðalag á laugardaginn þar sem að Helgi og Ásgeir ætla að bjóða vinum og vandamönnum í tilefni afmælis þeirra að 'snorkla' í Þingvallavatni en þeir eru báðir kafarar og Helgi allaveganna, að verða kominn með kennararéttindi í köfun. Við feðgar munum þó ekki kafa né snorkla að þessu sinni... gæti verið gaman að kíkja og sjá... Spáum íisuu...