<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Úr smiðju Dsjerrí Brúkkhæmer... 

So you think you've got cancer?
er nýr raunveruleikaþáttur... „You are 12 of the whitest people on the face of the earth.“ Á hverjum degi fara þessir tólf einstaklingar í tvöfaldan ljósatíma og í lok hvers dags er 'the cut', þar sem skorinn er smá bútur af líkama þeirra og hann greindur. Sá sem er seinastur til þess að greinast með krabbamein fær 500.000 dollara í verðlaun.

So you think you can park?
er einnig nýr raunveruleikaþáttur þar sem einstaklingar eru látnir leggja bílnum sínum í bílastæði. Það sem er óvenjulegt við þennan leik er að hvítu línurnar sem afmarka bílastæðið eru í raun skynjarar sem eru tengdir við sprengju undir bílnum og ef bílnum er ekki lagt rétt í stæðið springur sprengjan... „Dynamite show!“

Survivor: Uruguayan-rugby-team-style!
Keppendur eru látnir dúsa í hálfu flugvélaflaki uppí Andesfjöllunum þar sem þeir bíða þess að aðrir keppendur deyji... „He who eats the best, will outlive the rest...“ Sigurvegarinn fær að sjálfsögðu 500.000 dollara auk ársbirgða af vondum mat.

America's next top amazing brace
„Beautypageant where beauty meets dentistry.“ Fengnar eru nokkrar ljótar konur og skellt í þær spöngum. Fegursta/spengilegasta fyrirsætan verður svo ljósmynduð af Dsjil Bensímon fyrir Coverghörl megasín.

Bitch-galore
Hérna er nokkrum 'bitrum' safnað saman og þær látnar keppast um kærasta. Helst allt saman mjög hressar, opnar og skemmtilegar stúlkur því að þannig stelpur finnast ekki á 'djamminu' auk þess að þær ganga aldrei út... Aðal málið er að kærastinn haldi að hann sé aðalmaðurinn í þessum þætti því að hann er svo vitlaus að hann á hvort eð er aldrei eftir að fatta að þetta er bara pimp-þáttur fyrir stelpurnar sem eru vonlausar í því að velja sér kærasta sjálfar. Þær verða allar að vera búnar að eiga bara hrikalega ömurlega kærasta af því að annars eru þær ekki orðnar nógu 'desperat' auk þess að þær verða að leyfa öllum að fylgjast með því hvernig þær falla fyrir enn einum asnanum. Kannski stolið 'matereal' en það verður bara að hafa sig... maður verður að ná að auglýsa kvikindin almennilega svo þær nái sér nú í einhverja almennilega.

Idol - Ædol
Hérna eru keppendur fengnir til þess að reyna að líkjast Billy Idol sem mest í söng og framkomu. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari tekur svo við af Billy sjálfum þegar hann deyr eða verður þreyttur á því að gera magaæfingar.

Íris
Raunveruleikaþáttur þar sem sýnt verður aftur og aftur í 'sló mó' hvernig Íris hafnaði Steina. Þetta er hugsað sem sería sem er sýnd einu sinni í viku, endursýnd tvisvar í sömu viku, og lifir í 8 vikur. Sýnt verður atriðið frá ýmsum sjónarhornum og rætt verður við helstu myndatökumennina sem skutu upprunalega myndskeiðið auk þess að rætt verður við fjölskyldu, vini og vandamenn Írisar sem lýsa henni allir sem yndælli og skemmtilegri stúlku... Hvað gerist svo í lokaþættinum?!?

I've got a bag full of this shit... Viljiði meira? Á ég að hefja ólöglegar útsendingar á nýju sjónvarpstöðinni minni; 'Sjá meir'? Þó svo að ég eigi eftir að líkjast Hannesi Holgóma við að brjóta svona á Jóni Ólafs þá er mér alveg sama... ég er bitur í lífinu og get alveg þolað að verða sóttur til saka... ég skýri bókina mína bara (H)Óli K(á) : aupsýslumaðurinn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?