<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 14, 2005

Sweet sweet afslöppun... 

Ég viktaði mig í dag og gott ef að ég hef ekki bætt á mig aðeins um helgina :þ
Við fórum á föstudaginn í jarðarför Kristins Júlíussonar eða Kidda á Leirá, afabróður míns. Jarðarförin var haldin í Leirárkirkju. Það er skemmst frá því að segja að þetta var falleg athöfn og komust færri að í kirkjuna en vildu.

Síðan var förinni heitið upp í Húsafell. Þetta rómantíska 'getaway' tókst fullkomlega og við byrjuðum á því að fara í heita pottinn, grilluðum í skjóli myrkurs og lágum svo uppí sófa yfir vídeói. Þetta var beisikklí helgin í hnotskurn. Vakna, borða, pottinn, borða meira og vídeó allstaðar inná milli. Við fórum ekki út úr húsi nema til þess að fara í pottinn eða grilla :) Hverri steikinni á fætur annarri var sporðrennt með bestu lyst og sötrað rauðvín eða Dooley's til skiptis.
Það er nauðsynlegt að gera þetta af og til, til þess að hverfa aðeins úr heiminum og inní sjálfan sig. Þetta verður gert aftur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?