<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Tides have turned... 

Mikil dramatík í Ó Sí í gær... ég er að hugsa um að skrifa Kiki bréf og segja henni að Sandy hafi kysst gömlu kærustuna... en ég held einhvern veginn að hún viti það...
Hehehe... Böðvar nágranni kíkti í gær til þess að fá lánaða eina mynd hjá mér... hann fór út með 5!
Ég er svoooo með hælsæri á tönnunum... ég fór til tannsa í gær (þessi nýji, klikkaði) og hann skrapaði allt 'líf' af tönnunum mínum. Hann sagði nú reyndar við mig að þetta hefði verið miklu minna mál heldur en hann bjóst við þannig að það sparaði mér c.a. 4-5 þússara! Já... það borgar sig hreinlega að eyða hálftíma á kvöldin við að flossa, bursta og bursta á milli tannanna með svona litlum fínum tannburstum. Ekki það að burstarnir séu ókeypis... ó nei... komst reyndar að því, sem amma Lilla hefur alltaf sagt... að Rima-apótekið er það ódýrasta í bænum... landinu réttara sagt... en það munar 64 krónum á einum svona poka í Rima-apóteki og (Ó)Lyfju, með nokkrum litlum burstum í og pokinn er á undir 500 kall!!! Sejetturinn... það segir sig sjálft að ef ég er að fara að 'rístokka' (re-stock) hjá mér tannburstabirgðirnar þá borgar það sig hreinlega að keyra alla leið úr vesturbænum uppí Rimahverfi til þess að spara mér krónur (og þá er bensínið meðtalið...). En allaveganna... þá er ég geðveikt aumur í kjálkavöðvanum hægra megin eftir átökin í gær... svo verður seinni hluti átakanna tekinn á milli jóla og nýárs. Gaurinn deyfði mig svo mikið að ég varð smámæltur!!! Hvernig lýst ykkur á það?!? Renndi svo aftur út í Tónastöð til að splæsa sígó og Leibba djass og ég talaði smámælt með munnin út á kinn öðru megin sökum bólgu útaf deyfingunni. Svo hlógum við af okkur rassgatið þegar Bubbi kom í búðina og ég spurði Leibba hvort að ég ætti að fara á eftir honum og spyrja hann að því hvar hann væri í talkennslu! HAHAHAHAHA en það var bara djók af því að Bubbi er vinur minn... :þ

Það kom mér svosem ekki á óvart að Silvía Nótt hefði unnið Eddu verðlaunin. Ég gerði mér nú ferð inná vísi.is til þess að tjékka á hvað væri í boði og ég get svarið það ég kannaðist ekki við neitt af þessu drasli. Þannig að það gefur augaleið að Silvía hafi unnið þar sem að hún er eins artífartí-fyndið í fyrra-ömurlega hallærislegt sjónvarpsefni og hægt er að vera með á boðstólnum. Það kæmi mér meira að segja ekki á óvart að Steini í Batsjelornum myndi afhenda henni rós og vilja giftast henni...

En ég er ekki bitur... alveg satt... ég horfi bara ekki á þáttinn. Mér finnst reyndar eitt svolítið ávítavert hjá Skjá Einum... og það er að vera að sýna úr þáttunum yfir allan daginn á Skjá einum. Mér finnst það ekki vera fyndið eða sniðugt þegar börn sjá til dæmis atriðið þegar hún segir: Fokkfeis. En það er kannski öllum sama?!?

Allaveganna... ég uppfærði linkana hérna til hliðar og ég bið þá sem vilja að ég linki á þá vinsamlegast að kommenta. Ég er að gleyma fullt af fólki og mér finnst það leiðinlegt. Ég veit að það er linkað á mig út um allar trissur og ég vill launa greiðann.

Annars er lag dagsins Links 2 3 4 með Rammstein (sem er bróðir hans Steina í Bitch-e-galore-num).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?