<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Víðtækur skilningur? 

Jahérna... var að koma úr prófi í SPSS sem er hluti af aðferðafræðinni. Ég er nokkuð öruggur með 7 úr þessu prófi en mér fannst algjör fantaskapur að leggja svona ofuráherslu á skilning á fylgnistuðlum og getu til þess að reikna út úr þeim. Ég gæti fengið 10 út úr þessu prófi en þar með er ég búinn að firra mig af þeirri ábyrgð að kunna efnið, þ.e. að ef ég fæ yfir 7 á þessu prófi sýnir það greinilega hversu lélegan skilning ég hef á efninu... af því að það verður algjör grís. Allaveganna... ég ætla ekki að skíta á mig út af þessu vegna þess að það á eftir að verða töluvert fall úr þessum hluta áfangans. Ég meina... 30% verkefni á prófinu og ef þú gerir eina villu í byrjun þá eru 30% af prófinu farin út um gluggann af því að það er ekki fræðilegur möguleiki að þú getir klórað þig inn í pakkann aftur þegar þú ert búinn að send'ann til útlanda (Ólismi). SKEMMTILEGT!

Eníhú... það er eitt sem ég fílaði alltaf við Skagann... og það er að það lægir alltaf á nóttinni. Það er ekki svo hérna í 'höfuðstað helvítis' þar sem að það hvessir alltaf á kvöldin... ég læt það algjörlega liggja á milli hluta hvort sé meiri hommaskapur... að hvessa á kvöldin eður ei... En ég er allaveganna búinn að þurfa að hlaupa tvisvar út á svalir á næronum einum saman til þess að rífa dsjimmfödin (gym-fötin) inn af snúrunum þar sem þau hafa verið skilin eftir sökum ólyktar. Í fyrra skiptið kom ég inn með snjó í hárinu og í það seinna fór ég rennandi aftur upp í rúm. SKEMMTILEGT!

(eins og sést á þessari færslu er ég með eindæmum bitur (í lífinu) sem getur stundum verið gaman (fyrir aðra). En ég vil samt benda á það að ég sat um daginn í tíma við hliðina á bitrasta gaurnum í Evrópu og þessi póstur væri líklegast eitthvað sem kæmi upp úr honum í svefni... en þar sem hann er bitrari en allt (í lífinu) þá er ekki líklegt að hann bitrist uppúr svefni (þar sem að hann sefur líklegast ekkert (í lífinu)) og þar af leiðandi er hann gallsúr af biturleika.)

Annars er bitran runnin út í sand núna... er að fara í körfuna, tvenna tónleika í kvöld. Blindsight (með Villa Magg í bakgrunni) er ein af 3 eða 4 böndum sem spila í Hellinum í kvöld og svo ætla ég rakleitt þaðan á Nasa (betur þekkt sem Nananabúbú) til þess að bera Worm is green augum. Það minnir mig á það... ég ætla að renna upp í Tónastöð til þess að skoða jólagjöfina mína (frá ykkur öllum).
Til þess að auðvelda valið fyrir vandamenn, vini og velunnara (ðe tribbúl vís) þá ætla ég bara að setja eitt ætem á jólalistann af því að það er svo dýrt...

Jólagjafalisti Óla:
1. Fulltone Choralflange

Þess ber að geta að verðið á þessu kvikindi er um 20 kall... (og mér sýnist það ekkert hagstæðara að versla það hvorki í USA né Germaníska Rípúbblikkinu) en ég get athugað hvort að ég fái ekki smá afslátt fyrir ykkur í Tónastöðinni... Læt ykkur vita um leið og svar berst.

--Update--
Choralflange-ið (sem er gítareffect btw) kostar hvorki meira né minna en 28.900,- spesíur... þannig að ég skil það FYLLILEGA ef það verður bara einn pakki merktur mér undir trénu...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?