<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 11, 2005

Bitri backstabber! 

Heyrði skemmtilega sögu í gær. Hitti kunningja minn sem sagði mér frá samtali sem hann átti við mjög bitran backstabber. Mér finnst þetta ótrúlega fyndið af því að þessi bitra sem ég er að 'púlla' hérna á blogginu mínu er svo mikið grín að hún hljómar eins og krúttlegt ævintýri í samanburði við bitruna hjá backstabbernum. Þetta er ótrúlega fyndið af því að ég er búinn að gera miklu meira heldur en af mér er ætlast fyrir þennan backstabber og þetta eru þakkirnar. En svona er þetta stundum í lífinu... að fólk þarf að níða annað fólk á bak við það til þess að hefja sjálft sig upp. Þetta er nú reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég heyri þetta um mig frá þessum backstabber, né um annað fólk þannig að þetta er komið langt frá því að vera einhver random tilviljun.

Það fyndnasta við þetta var að kunningi minn var alveg viss í sinni sök í þessu samtali þannig að sannleikurinn kom í ljós þegar haldið var áfram að sverta og svívirða nafnið mitt með lygum og drasli. Við hlógum að þessu saman og gerðum eins og margir aðrir... vorkenndum. Svona fólk finnur sig kannski seinna meir í lífinu knúið til þess að biðjast afsökunnar en stundum ekki. Og af tvennu illu þá held ég að það verði skárra fyrir þennan backstabber að taka þetta með sér í gröfina án þess að fatta að nokkuð rangt hafi verið gjört, frekar heldur en að taka þetta með sér í gröfina og hafa aldrei púllað afsökunarbeiðnina af því að skömmin hafi verið svo mikil.

Þetta er frekar harðyrt hjá mér, ég veit, en ef ég á eitthvað ekki skilið í lífinu þá er það 'trash-talk' þaðan. Ég hef ekki hugmynd hvort að þessi einstaklingur lesi bloggið mitt, en ég er hreinlega vongóður um að svo sé því þá kannski hrindir það einhverjum hugrenningum af stað frekar heldur en að auka á bitruna.

Mér finnst samt fyndið hvað þetta kemur alltaf fljótt til mín sem segir bara það hversu mikla 'trú' fólk setur í það sem það heyrir. Alltaf leiðinlegt að heyra eitthvað um sjálfan sig sem stenst ekki og sérstaklega þegar einhver bitra er í gangi sem maður veit ekki af hverju er til staðar. Fyrir utan það hvað þetta er lýjandi fyrir sálartetrið að vanda sig við að bitrast út í einhvern.

Lag dagsins er 'I'm so bitter' með 'The wankers'.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?