<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 17, 2005

Einnota jól og Bítlarnir... 

Fengum skemmtilega heimsókn í kvöld... frá fimmta bítilnum!!! Ótrúlega skemmtileg tilviljun vegna þess að Karen var einmitt að segja okkur feðgunum frá því þegar lítil Maríubjalla leyndist með jólatrénu sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var c.a. 10 ára. Hlynur skellti sér í sturtu og svo þegar ég kom inn til þess að olíubera hann eftir baðið (lengi lifi Weleda-vörurnar!!!) sá ég 'fimmta bítilinn' á veggnum. Það var ekkert eftir nema að mynda bítilinn og googla hann svo bara til þess að vera viss um að þetta væri ekki einhver djöfull! Þetta er víst voðalega venjuleg ladybug þannig að það er von á mikilli hamingju og gæfu á okkar heimili :) Hún flaug stuttan spöl og lenti á mér og Karen blóðroðnaði í framan því þetta á víst að tákna það, í návist konu, að þetta sé maðurinn sem kemur til með að eiga hana, gera hana að heiðvirðri konu!
Það verður að vísu ekki trúlofunarhringur í jólapakkanum hennar Karenar þessi jólin, en ég á eftir að koma með update eftir jólin... held að ég hafi komið sjálfum mér nokkuð mikið á óvart að þessu sinni varðandi jólagjöf... en það er allt önnur saga...

Við þeystumst út um allan bæ í dag og keyptum okkur lifandi jólatré og jólakusk á það. Jólakusk; seríUR, kúlur og fleira kusk kostaði okkur c.a. 2000 kall... þannig að jólatréð, kuskið á það og fóturinn kostuðu rétt rúmar 4000 krónur... þannig að það verður ekkert eytt tíma í það að tína draslið af eftir hátíðirnar... þessu verður bara hent!!! Ergo -> Einnota jól. Svona á þetta að vera... í staðinn fyrir að fylla kassa af þessu drasli og geyma þetta allt árið, þá endurnýjar maður bara að ári og þá veit maður betur hvað maður vill og hvað mann langar til að prófa. Hálf hallærislegt að standa og reyna að muna hvernig perur maður á að kaupa til að fixa gömlu seríuna og hvort að það hafi verið rauð eða græn pera sem mann vantar þegar 4 perur í poka kosta álíka mikið og ný sería...

Auk þess þá þarf maður ekki að eyða klukkutíma í að láta 100 ljósa seríu passa ofan í kassann aftur... því að það tekst ekki nema að klippa af allar snúrurnar!

Lag dagsins í dag er: Jólakusk...

Jólakusk, jólakusk, alls staðar...

Bjallan í allri sinni dýrð...


Fimmti bítillinn er/var ekki fyrirferðarmikill...






Einnota jólatréð... sem þó er lifandi og skrauti skreytt þessa stundina...


Þið sjáið kannski glitta í pakka þarna undir trénu... þetta er ekki lengi að gerast... og von á fleirum! ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?