<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 30, 2005

Flottur gaur 

Já, það er liðin ár og öld síðan ég bloggaði seinast... Fyrir þá sem ekki lesa bloggið hennar Karenar þá gaf ég henni sérsmíðað hálsmen eftir hönnun sem ég gerði. Ég teiknaði upp mynd sem Óttar gullsmiður í MEBA - Kringlunni breytti fyrir mig í silfurhálsmen. Geðveikt kúl!!! Svo gaf ég henni líka orginalinn innrammaðan.

En af mér er bara gott... ég er búinn að éta eins og mófó... fó sjó...

Ég fékk alveg ótrúlega margar gjafir að þessu sinni og helmingurinn var innpakkað í kassa frá Karen! Ég fékk úlpu, slopp, skyrtur, boli og svo til að toppa allt þá vann ég möndlugjöfina sem var Kvikmyndaspilið. Þannig að ég var alsettum gjöfum þegar ég fór heim á jóladag. Ég renndi eftir Karen á jóladag og hún kom heim til mömmu í hangikejétið. Amma Lilla sýndi allar sínar bitrustu hliðar og það var skemmtilegt...

Við kíktum svo við hjá Betu tengdó um kvöldið og notuðum svo restina af kvöldinu í vídjógláp. Við hlógum eins og brjálæðingar að 'The 40 year old virgin' og dóum næstum því eftir að hafa horft á 'War of the worlds' sem er líklegasta ein leiðinlegasta mynd síðari tíma!!!

Hlynur kom svo til mín 27. des og við erum búnir að skemmta okkur vel. Hann opnaði alla pakkana sem biðu eftir honum þá og það voru margar frábærar gjafir undir trénu eins og Pleisteisjon Portabúl, púsl, bíll merktur Hlyni, bók, peysa, sokkar, vekjaraklukka og margt fleira!

Jonni ætlar að kíkja á okkur í dag og við ætlum að renna með honum uppí Tónabúð þar sem hann ætlar að fjárfesta í banjói... hann er víst alveg djúpt sokkinn ofan í 'Bluegrass' mússík og verður ekki rórri fyrr en hann breytist í redneck með Washburn banjó um hálsinn!

Annars kíkti ég inn á heimasvæðið mitt hjá Háskólanum bara til þess að komast að því að ég er búinn að fá út úr prófinu! Kallinn fékk 7,5 sem er reyndar aðeins lægra en ég hafði reiknað með en ég græt þessa einkunn ekki. Þetta þýðir það að ég þarf einungis að fá 7,5 í einkunn úr BA-ritgerðinni og þá er ég útskrifaður úr BA-námi uppeldis- og menntunarfræðinnar með fyrstu einkunn!!! FLOTTUR GAUR!!!

En fyrir þá sem vilja þá skellti ég inn mynd af meninu hérna. Hvernig finnst ykkur?!?

Lag dagsins er 'Do you want to' með 'Franz Ferdinad' sem er algjör snilld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?