fimmtudagur, desember 01, 2005
Ofar mínum skilningi?
Ég var að fá einkunn úr SPSS-hlutanum sem ég skrifaði um, bitur, um daginn... ég er ekki svo bitur eftir að hafa fengið þessa einkunn... þar sem að hún var 9,5 TAKK OG BLESS! Það þýðir að ég er kominn með 8,67 fyrir 15% og 9,5 fyrir önnur 15% og þá er bara 70% lokapróf eftir. En það er deginum ljósara, á þessari einkunn, að skilningur minn á efninu er ekki mikill... EÐA þá að ég skil þetta svo vel að það er farið að vefjast fyrir mér!
Það er nóg fyrir mig, tæknilega séð, að fá 4,75 á lokaprófinu en þar sem metnaður minn er í botni eftir þessar frábæru einkunnir og sæmilegan skilning á efninu ætla ég að setja markið á 9. Ég held að það sé raunhæf krafa... auk þess verð ég ekki svekktur ef ég fæ ekki nema 9 úr því ;)
En ég held að ég verði að taka undir orð Nínu frænku sem sagði við mömmu Rokk um daginn að henni hefði gengið svo vel af því að hún væri með svo góða kennara! Ekkert henni sjálfri að þakka :þ
Jón Gunnar Bernburg er náttúrulega snillingur og ég hugsa að hann hafi bjargað mörgum mannslífum með snilldarkennslu.
Eníhú... lag dagsins í dag er Beautiful day með ÞérLíka (eða betur þekktir sem U2). Skil samt ekki af hverju ÞérLíka/Þúlíka hefur ekki fest við hljómsveitina U2 í daglegu tali þar sem ofuráhersla Íslendinga til að þýða allt er í algleymingi... Sjá t.d. Bítlarnir, sem er btw kolröng þýðing á orðinu The Beatles (Bjöllurnar)... en svo verður náttúrulega líka að minnast á vangetu til þess að þýða orð sem eru flókin, eins og bachelor...
Það er nóg fyrir mig, tæknilega séð, að fá 4,75 á lokaprófinu en þar sem metnaður minn er í botni eftir þessar frábæru einkunnir og sæmilegan skilning á efninu ætla ég að setja markið á 9. Ég held að það sé raunhæf krafa... auk þess verð ég ekki svekktur ef ég fæ ekki nema 9 úr því ;)
En ég held að ég verði að taka undir orð Nínu frænku sem sagði við mömmu Rokk um daginn að henni hefði gengið svo vel af því að hún væri með svo góða kennara! Ekkert henni sjálfri að þakka :þ
Jón Gunnar Bernburg er náttúrulega snillingur og ég hugsa að hann hafi bjargað mörgum mannslífum með snilldarkennslu.
Eníhú... lag dagsins í dag er Beautiful day með ÞérLíka (eða betur þekktir sem U2). Skil samt ekki af hverju ÞérLíka/Þúlíka hefur ekki fest við hljómsveitina U2 í daglegu tali þar sem ofuráhersla Íslendinga til að þýða allt er í algleymingi... Sjá t.d. Bítlarnir, sem er btw kolröng þýðing á orðinu The Beatles (Bjöllurnar)... en svo verður náttúrulega líka að minnast á vangetu til þess að þýða orð sem eru flókin, eins og bachelor...