þriðjudagur, desember 20, 2005
Rassskelltur!!!
HAHAHA... við Svabbi fórum í pool í gær og svei mér ef Svavar hafi ekki verið rassskelltur af mér í fyrsta skipti! Ég tók hann 12 - 7 í samtals 19 leikjum og geri aðrir betur. Þetta er vel að merkja í fyrsta skipti sem ég hef betur í heildina þegar við tökum fleiri en 1 leik í einu. Auðvitað var Svabbi með afsakanir á reiðum höndum og púllaði: 'Það er nú ekki oft sem maður eignast barn' afsökunina sem er að mínu mati mjög góð og gild afsökun. Ég meina, hvernig útskýrir maður annars það að ég hafi alltaf tapað fyrir honum áður? Nú erum við semsagt búnir að stytta út það sem hefur gert mig óheppinn í pooli áður þannig að nú er þetta 'all_skillz' hjá okkur héðanífrá.
Ég er búinn að trylla Karen svo rosalega með jólagjöfinni að hún er orðin alveg tjúlluð af eftirvæntingu. Ég hefði kannski ekki átt að ganga svona langt með tryllinginn svo að maður uppskeri ekki: „Er þetta allt og sumt?!?!?“ þegar hún er loksins búin að opna pakkann! En ég held að hún verði ekki svikin :)
Það var samt ótrúlega gaman að hverfa aðeins úr raunveruleikanum í gær með Svabba. Við töluðum ekkert alltof mikið saman og ég er farinn að njóta þess ótrúlega að þegja stundum bara með vinum mínum. Annar góður vinur minn kenndi mér það. Maður sér það bara með þeim sem skipta mann miklu máli að það er nærveran sem skiptir máli, ekki gæðin (Ólismi). Annars er Svabbi búinn að vera mér mikil hjálp við að finna sjálfan mig og það er alveg ótrúlegt hvað við þekkjum hvorn annan vel. Þegar Svabbahelgarnar voru og hétu þá kom það oftar en ekki fyrir að við kláruðum setningar fyrir hvorn annan og jafnvel þurftum stundum ekkert að segja án þess að hinn vissi hvað væri í gangi. Fjársjóður....
Hlynur beibígaur var hjá okkur um helgina og hann naut þess að leika sér með umbúðirnar af jólakuskinu sem fór á jólatréð, mun meira heldur en að skreyta tréð sjálft. Hann var orðinn alveg vitlaus af spenningi og ég skil hann svo vel... mikið að gerast hjá honum greyinu. Hann flaug í dag til Danmerkur þar sem hann mun eyða jólunum með mömmu sinni, Sigfúsi, Hildi og Ara frænda. Hann kemur svo til okkar 27. des og þá verða litlu jólin hjá okkur. Það var alveg ótrúlegt að Askasleikir setti ákkúrat það í skóinn sem Hlyn langaði mest í! Hálf spúkí, af því að ég vaknaði á laugardagsmorguninn við það að ég heyrði einhvern umgang og velti mér svo á hliðina í rúminu þannig að ég snéri út á gólf og þar stóð Hlynur og hélt á einhverju með svona nývaknaður-en-með-kreisí-æs-lúkk við hliðina á rúminu!!! Mér dauðbrá og eftir á að hyggja þá hefði þetta geta verið atriði úr einhverri hryllingsmynd... en hann var bara ótrúlega 'stunned' yfir því að Stúfur (eða Stúrinn) hafði komið ósk hans á framfæri við Askasleiki. Gott sambandið á milli þeirra bræðra :)
Lag dagsins er 'Make me smile (come up and see me)' með 'Suzi Quatro' sem mér hefur ekki ennþá tekist að komast yfir með ólöglegum hætti...
Ég er búinn að trylla Karen svo rosalega með jólagjöfinni að hún er orðin alveg tjúlluð af eftirvæntingu. Ég hefði kannski ekki átt að ganga svona langt með tryllinginn svo að maður uppskeri ekki: „Er þetta allt og sumt?!?!?“ þegar hún er loksins búin að opna pakkann! En ég held að hún verði ekki svikin :)
Það var samt ótrúlega gaman að hverfa aðeins úr raunveruleikanum í gær með Svabba. Við töluðum ekkert alltof mikið saman og ég er farinn að njóta þess ótrúlega að þegja stundum bara með vinum mínum. Annar góður vinur minn kenndi mér það. Maður sér það bara með þeim sem skipta mann miklu máli að það er nærveran sem skiptir máli, ekki gæðin (Ólismi). Annars er Svabbi búinn að vera mér mikil hjálp við að finna sjálfan mig og það er alveg ótrúlegt hvað við þekkjum hvorn annan vel. Þegar Svabbahelgarnar voru og hétu þá kom það oftar en ekki fyrir að við kláruðum setningar fyrir hvorn annan og jafnvel þurftum stundum ekkert að segja án þess að hinn vissi hvað væri í gangi. Fjársjóður....
Hlynur beibígaur var hjá okkur um helgina og hann naut þess að leika sér með umbúðirnar af jólakuskinu sem fór á jólatréð, mun meira heldur en að skreyta tréð sjálft. Hann var orðinn alveg vitlaus af spenningi og ég skil hann svo vel... mikið að gerast hjá honum greyinu. Hann flaug í dag til Danmerkur þar sem hann mun eyða jólunum með mömmu sinni, Sigfúsi, Hildi og Ara frænda. Hann kemur svo til okkar 27. des og þá verða litlu jólin hjá okkur. Það var alveg ótrúlegt að Askasleikir setti ákkúrat það í skóinn sem Hlyn langaði mest í! Hálf spúkí, af því að ég vaknaði á laugardagsmorguninn við það að ég heyrði einhvern umgang og velti mér svo á hliðina í rúminu þannig að ég snéri út á gólf og þar stóð Hlynur og hélt á einhverju með svona nývaknaður-en-með-kreisí-æs-lúkk við hliðina á rúminu!!! Mér dauðbrá og eftir á að hyggja þá hefði þetta geta verið atriði úr einhverri hryllingsmynd... en hann var bara ótrúlega 'stunned' yfir því að Stúfur (eða Stúrinn) hafði komið ósk hans á framfæri við Askasleiki. Gott sambandið á milli þeirra bræðra :)
Lag dagsins er 'Make me smile (come up and see me)' með 'Suzi Quatro' sem mér hefur ekki ennþá tekist að komast yfir með ólöglegum hætti...