<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 31, 2005

Reiðilestur! 

Ég vona innilega að eigandi silfurgrás Opel með bílnúmerið RZ-778 fái rakettur í rassgatið á sér í kvöld!!! Alveg óþolandi að sjá hvað fólk 'sparar' sér sporin með því að leggja í stæði fyrir fatlaða. Þessi ömurlegi bíleigandi lagði í fatlaða stæðið og á meðan kom fullorðinn maður sem var að bagsla við að reyna að koma bílnum sínum örlítið inn á bláa litinn, vippa út hjólastólnum sínum og komast í hann. Svo þegar hann var loksins kominn í hjólastólinn þá ætlaði hann ekki að komast framhjá bílunum sem var lagt svo þétt í kringum fatlaða stæðið. Ég stóð þarna og horfði á, það er rétt... ég er ekki viss um að hann hefði þegið hjálp mína. Ég veit að ég hefði ekki þegið hjálp frá neinum af því að það syði það á mér. En ég fylgdist með dágóða stund til þess að sjá hvort að bíleigandinn myndi koma því að það hefði svo verið mér að mæta. Ég hugsa að ég fari nú ekki til helvítis fyrir að lykla bílinn ekki... en hefðu verið aðeins færri á ferð þá væri ég með silfurgrátt kurl í úlpuvasanum mínum... nánar tiltekið þar sem ég geymi bíllykilinn!

Nýársheitið mitt að þessu sinni er að lykla bíla sem leggja í stæði merkt fötluðum og 'by god' ætla ég að standa við það. Þannig að hugsið um það þegar þið leggið í stæði merkt fötluðum og þið ætlið bara 'aðeins að skjótast inn... verða bara 2 mínútur' því að það er aldrei að vita nema ég sé nálægt!

Annars óska ég ykkur gleðilegs nýs árs og vona að þið hafið það sem allra best á nýju ári.

Ég er þakklátur fyrir árið sem er að líða, ég er búinn að hafa 'good times' og 'bad times' allt með fólki sem mér þykir vænt um og er kært og ég vona að stundirnar verði fleiri á komandi ári. Ég las Andrésblað um daginn þar sem Andrés var ekki búinn að gera neitt merkilegt á árinu og hann ætlaði að nota seinasta daginn á árinu til þess að afreka allt sem hann langaði til að hafa afrekað á líðandi ári. Hann lagði sig allan fram en það klikkaði hjá honum að sjálfsögðu. En Jóakim frændi, Andrésína, Mikki, Rip, Rap og Rup voru öll sammála um að hann hefði afrekað mikið á árinu... hann hefði alltaf komið þeim öllum til að hlægja. Mórall sögunnar er að sjálfsögðu sá að það þarf ekki að hafa verið eitthvað merkilegt sem maður afrekaði... heldur bara að vera sáttur við sjálfan sig og sín afrek.

Ég lít kannski yfir farinn veg fyrir ykkur eftir áramót en annars er ég ekki mikið að horfa til baka... horfi bjartsýnn fram á veg og vona innilega að ég fái tækifæri til að bitrast yfir einhverju á nýju ári :þ

Passiði bara krakkana í kvöld fyrir öllum rakettunum, sjálf ykkur og reynið að skjóta rakettum í silfurgráan Opel með númerinu RZ-778.

Lag dagsins er 'Keeping the dream alive' með 'Freiheit' sem ég hélt að Paul McCartney hefði átt... silly me?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?