<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 12, 2005

Þriðji í hlaðborðsáti... 

var í gær hjá okkur kærustuparinu. Úff... þetta verða erfið jól held ég, ég er búinn að passa mig að borða ekkert sem verður á boðstólnum um jólin þetta árið þannig að 'so much food, so little time' á vel við.
Við fórum á jólahlaðborð á Hótel Borg á þarseinasta föstudag og það var vægast sagt skrautlegt. Við þurftum að bíða í rúma 2 tíma eftir því að KOMAST AÐ hlaðborðinu, maður var ekki af rétta kyninu til þess að fá afgreiðslu á barnum, barþjónninn kunni ekki á posann, kona datt Á hlaðborðið og þurfti að skipta út hluta af því, önnur dó brennivínsdauða fram á borðið sem hún sat við eftir að hafa rænt öllum snöfsunum í seilingarfjarlægð af sínu borði, ældi út um allt og var borin út 'kartöflu-poka-style', kona fyrir aftan mig varð svo drukkin að ég beið eftir að fá diskinn hennar yfir bakið á mér (sem gerðist reyndar ekki, stór plús við kvöldið). Þarna voru fulltrúar eldri borgara... eða réttara sagt: Fyrstu borgara (í lífinu), fulltrúi skeggjaðra kvenna og fulltrúi biturra framreiðslumanna. Ég fékk þó fríkeypis bjór fyrir biðlundina og ég held að ég geti með sanni sagt að það sé eitt lélegasta tímakaup sem ég hef komist í kynni við... eða c.a. 100 krónur á tímann miðað við heildsöluverð. Ég fékk meira að segja meira á tímann þegar ég vann fyrir ekki neitt einu sinni... Semsagt vægast sagt skrautlegt kvöld. Það var reyndar huggulegt að hafa Margrét Eir í eigin persónu að syngja yfir borðhaldinu... það var það skásta við kvöldið held ég.

Með tilheyrandi hálsbólgu skellti ég mér í prófið á fimmtudaginn sem gekk alveg ágætlega held ég, c.a. 8-9 í einkunn... það á reyndar eftir að koma í ljós síðar... en sökum líkamlegs krankleika ákvað ég að taka því rólega á föstudaginn. Nonni frændi kom á fimmtudagskvöldið og fixaði tölvuna mína af því að hún tók upp á því á miðvikudaginn að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga (fyrir mig). Föstudagurinn fór í 'opperation recouperating' eða að endurheimta fyrri lífskrafta. Við púlluðum 'all_nighter' og vöknuðum ekki fyrr en um 11 á laugardeginum... útsofin í fyrsta skipti í mánuð og geri aðrir betur!

Renndum svo uppá Skaga til þess að vera viðstödd jólahlaðborð nr. 2 á vegum D-vaktarinnar hjá Norðuráli. Það var haldið á Breiðinni og var hún móðir mín, blessunin, búin að vara okkur við því að borðhaldið hafi gengið hálf brösulega helgina áður. Það gekk nú reyndar snuðrulaust fyrir sig og það var tær snilld að bragða á kengúrukjötinu sem var búið að grafa og það kom einstaklega vel út með fennelinu sem spilaði lykilhlutverk í graf-kryddinu. Það var náttúrulega ekki við öðru að búast að þetta væri snilld þar sem að Gunni HÓ var annar kokkanna sem sá um jólahlaðborðið... hann er með eindæmum fær í eldhúsinu (sem ég hef kynnst að eigin raun) og alveg frábært að komast í svona kræsingar. Mamma er alltaf voðalega stolt af honum þó svo að hún hafi nú gefið honum 3 í einkunn eitthvert skiptið og það er kannski þessvegna sem hann er svona góður kokkur... af því að hann er alltaf að reyna að bæta þá einkunn sem hann fékk :þ
Hann á samt sem áður eftir að prófa graflaxinn hjá mömmu og ég veit að hann verður ekki svikinn af honum. En uppskriftin hjá mömmu er heimsklassauppskrift og ég held að ég hafi ekki fengið mér graflax annars staðar sjálfviljugur síðan í útskriftarveislu á síðustu öld! HANANÚ!

Við forðuðum okkur yfir á Café Mörk sem heitir nú Litla Pólland og þar mætti manni skrýtið safn af körlum með skrýtnar hormottur, fátækan tískusmekk og einstaklega örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast yfir kvenfólk. Ég hef sjaldan lent í því að jafn dónalega hafi verið horft á förunaut minn sem er reyndar bara skiljanlegt þar sem að frk. Ulrich er alveg einstaklega sexý gella. Hún sló hormotturnar af sér eins og mýflugur á sólríkum degi og var alveg laus við bit.

En fyrir utan nokkra sæta og skemmtilega einstaklinga (og okkur auðvitað) sem við þekktum og þekktu okkur þá var þarna greinilega árshátíð ljóta fólksins. Uppskeruhátíðin verður líklegast ekki haldin í bráð þar sem að þeir sem sá ekki, uppskera ekki. Survival-of-the-fittest.com :þ

Í gærkvöld var svo jólahlaðborð í boði Iceland Spa & Fitness sem var haldið á Cafe Operu; downtown Reykjavik. Þetta var skemmtilegt kvöld með skemmtilegum stelpum og orð kvöldsins er án efa: skonsa. But that's for me to know and for you to find out. Karen greyið var samt mjög óheppin með eftirrétt eins og kvöldið áður, en það er aldrei að vita hvað bíður hennar í kvöld þegar hún kemur heim að loknum lögnum og erfiðum vinnudegi ;)

Lag dagsins í dag er 'The ballad of Lucy Jordan' með Marianne Faithful. Flott lag, flott rödd.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?