fimmtudagur, desember 22, 2005
Urðun á úrgangi!
Það er deginum ljósara hvað salan á Dívídí-inu hennar Sylvíu Nóttar gengur vel. BT auglýsir frítt eintak með hverju sjónvarpi sem keypt er. Sem þýðir bara eitt: BT sjá fram á það að sitja uppi með rusl og vilja urða það! Ég get ekki ímyndað mér að nokkur vilji sjá þennan viðbjóð inná heimilið frekar en úldið smjér. Ekki nóg með það heldur get ég vel ímyndað mér að það eigi hreinlega eftir að fæla viðskiptavini frá að sjá þetta kvikindi inní búðunum. En eins og með illa fengið kjöt er réttast að urða það í stað þess að gefa það þurfandi... af því að það er enginn svo þurfandi. Blindir öðlast sýn til þess að losna úr þeim kringumstæðum að hafa þessa draslrödd í eyrunum. Haltir munu ganga til þess að geta hraðað sér í burtu. Þannig að það er spurning hvort að það væri ekki réttast að gefa öllum öryrkjum og þeim sem lifa á félagslega kerfinu þetta í jólagjöf til þess að sigta út þá sem eru að svindla á ríkinu? Því að þeir sem geta hjálp sér veitt, gera það, og hinir sitja eftir í volæði og þurfa virkilega á aðstoð hins opinbera að halda. Ég sé þetta alveg fyrir mér... rúmfastan fullorðinn karlmann grátandi uppi í rúminu sínu. Jésús... eða kannski ekki svo góð hugmynd. En ég veit það að ef mér væri virkilega illa við einhvern fengi hann eintak af þessu 'low-end' skítaþáttagerð í jólagjöf. En slíkt myndi ég aldrei gera, því ég veit að þá biði mín 'heit' staða í Helvíti og sjálfur Satan yrði ekkert meira en skúringarkejéllíng við hliðina á mér!