<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Cinnamon toast... 

Jæja... ég er búinn að fá ritgerðina til baka fyrir lokavinnslu. Þannig að áætluð skil eru eftir helgi hjá mér. Þetta gengur semsagt mjög fínt.

Ég er byrjaður í MA-námi í uppeldis- og menntunarfræðslu: Fræslustarf og stjórnun. It's gonna be a blast! Ég er skráður í 15 einingar á þessari önn og verð að öllum líkindum búinn að mastera uppeldisfræðina sumarið 2007. Þá mun ég að sjálfsögðu halda veglega veislu og slétta úr klaufunum... af því að þær eru orðnar svo krumpaðar. Við erum ekki nema 7 í framhaldsnámi í uppeldisfræðinni skólaárið 2005-2006 sem er alveg ótrúlega fátt af öllum 30 sem ættu að vera búin. Einhverjir eru ekki búnir og aðrir eru farnir annað. Þannig að nú þarf maður að fara að kynnast nýjum andlitum sem eru rúmlega 90% eldri konur. En ég er voðalega heppinn að vera allaveganna í einum kúrs sem er kenndur bæði á BA og MA stigi þannig að ég verð líklegast samferða einhverjum andlitum sem ég þekki eitthvað inní masterinn.

Þannig að nú þarf ég bara að læra eins og kreisí... svo er æfing á morgun fyrir Þorrablót D-vaktar en þar mun hljónstin '???' spila alveg geðveikt prógramm uppá Miðgarði sem er rétt fyrir utan bæjarmörk Akraness.

Einhverjar hugmyndir að hljómsveitarnafni? Væri skemmtilegt ef það gæti tengst álverinu eitthvað en ekki nauðsyn... og Mid-life-crisis bandið er ekki valmöguleiki (skilst mér) :þ

Lag dagsins er Piece of my heart með Janis Joplin and Big brother and the holding company.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?