föstudagur, janúar 13, 2006
Cold Turkey... já, og Dúndurfréttir!
Ekkert kók í 3 daga! Ég er að vitaskuld að tala um Coca Cola en ekki kókaín. Ég bjóst nú við því að ég myndi fá 'worst case scenario' af Cold Turkey... lægi heima í svitakóf uppí rúmi og mumlaði Yoko Uno og þyldi þess á milli upp óskiljanlegar setningar úr lagi John Lennon - Cold Turkey... en svo er ekki... ég er að vísu sveittur en það er af ritgerðasmíðum... til þess að klára þessa myndlíkingu þá er ég kominn með sigg á puttana af slætti... En allaveganna... þetta er allt að koma og ég skila ritgerðinni svo í dag, hérumbil fullunninni en lokaskil eru á þriðjudaginn næstkomandi 17. jan.
Eins og stendur á Dúndurfréttablogginu: Já, það er rétt, Dúndurfréttir leggja land undir fót og verða með tónleika þann 20. janúar í Bíóhöllinni Akranesi. Að öllum líkindum er hægt að vera sér út um miða í Bíóhöllinni sjálfri í forsölu þó svo að þær fregnir hafa ekki verið staðfestar.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
Hvet alla til þess að skella sér á þá. Bíóhöllin er einstaklega frábær undir tónleikahald og það er mjög líklegt að það verði dúndurkraftur í þeim og þrusufjör. Ekki missa af þessu.
Eru margir heima í dag út af hræðslu við föstudaginn 13.? Eða varstu bara ekki búin/nn að fatta það fyrr en ég minntist á það?
Eins og stendur á Dúndurfréttablogginu: Já, það er rétt, Dúndurfréttir leggja land undir fót og verða með tónleika þann 20. janúar í Bíóhöllinni Akranesi. Að öllum líkindum er hægt að vera sér út um miða í Bíóhöllinni sjálfri í forsölu þó svo að þær fregnir hafa ekki verið staðfestar.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
Hvet alla til þess að skella sér á þá. Bíóhöllin er einstaklega frábær undir tónleikahald og það er mjög líklegt að það verði dúndurkraftur í þeim og þrusufjör. Ekki missa af þessu.
Eru margir heima í dag út af hræðslu við föstudaginn 13.? Eða varstu bara ekki búin/nn að fatta það fyrr en ég minntist á það?