<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilega rest... 

Við feðgarnir eyddum gamlársdag í Reykjavíkinni að þessu sinni. Okkur var boðið í mat til Betu tengdó þar sem við fengum grafið lamb (sem ég gróf), grafinn lax og reyktan lax í forrétt. Í aðalrétt var svo Flinstóns kjúkklíngur eða kalkúnn sem var einstaklega góður og ostar í eftirrétt. Það átti að vera ís en það voru allir svo saddir að hann gleymdist eiginlega bara. Við púlluðum svo Beirút á þetta alveg frá lokum skaupsins sem mér fannst ágætt að þessu sinni. Ágætt er betra en gott og allt það... en mér fannst hann Björgvin Franz alveg frábær. Hann kemur sterkur inn og ég er alltaf að kunna betur og betur við hann.

Ég er ekki pervert-kona... við sungum þetta alltaf í gamla daga en þá var textinn svona: Ég vil ekki vera kona, ekki sitja heim' og prjóna, ég vil bara vera, veeeera karlmaður. Það hefði verið fyndið. Ég meira að segja söng þetta einu sinni fyrir Girbyttu og henni fannst þetta mjög sniðugt :þ

Þessi hátíð er búin að einkennast af einstaklega góðum mat og það er algjör synd hvað líkaminn þarf að líða fyrir þetta hátíðarstand.

Ég hefði ekki fyrir mitt litla líf viljað missa af rjúpunum hjá mömmu og það var fyndið að sjá hvernig Þórði, ástarleikmanni mömmu Rokk fannst þær bragðast þar sem hann var að smakka á þeim í fyrsta skipti. Ég man eftir því að það tók mig alveg 5-6 jól að venjast þeim, og nú er þetta þannig að jólin koma ekki fyrr en maður fær rjúpur. Hangikjötið var æðislegt hjá mömmu og ég held að ég hafi 'strattað' (e. strategy) þetta snilldarlega að fá mér aldrei hangikjöt á þeim þrem hlaðborðum sem við Karen fórum á. Kalkúnninn á gamlárskvöld var glæsilegur og svo fórum við Hlynur og Karen út að borða í gær. Ákváðum að kíkja út að borða fyrst að það var í boði. Við fórum á Carúsó þar sem að við Karen fengum okkur lamb og litli herrann bað um nautakjöt. Þetta var svolítið fyndið af því að hann var alveg staðráðinn í því að fá sér nautakjöt þannig að ég spurði hvort að væri ekki hægt að búa til smá rétt handa honum. Þjónninn (kvk) skaust inn í eldhús til að athuga málið og það var ekkert mál að gera eitthvað svoleiðis fyrir herrann sem var í gallabuxum, skyrtu, vesti og jakka með bindi. Ótrúlega flottur. Hún hafði einmitt orð á því hversu vel Hlynur var klæddur og hann þakkaði fyrir eins og sönnum herramanni sæmir.
Ég bað um kjötið medium fyrir hann þar sem að Hlynur er svo vanur því að borða rautt kjöt og það mistókst eitthvað hjá þeim og kom well-done og þurrt til baka. En Hlynur kláraði kjötið næstum því og var mjög ánægður með það í alla staði ;) Við borguðum líka sanngjarnt verð fyrir það þannig að það er óþarfi að æsa sig.

Svo í kvöld ætlum við að hittast hjá mömmu uppá Skaga og það verður nokkurs konar fjölskyldu-hittingur þar sem að Helga og Nína eru komin heim í nokkra daga og öll stórfjölskyldan ætlar að mæta; Valli og fjölsk, Hlöbbi og fjölsk, Maggi og fjölsk, við og amma Lilla. Það verður gaman fyrir ömmu að hafa svona mörg skotmörk...

Annars ætla ég að koma með annálinn fljótlega... ég sendi til Guðnýjar fræðilega kaflann í ritgerðinni minni og rannsóknaráætlunina þannig að ég er á góðu róli með ritgerðina og bíð bara eftir svari... Þett'er að hafast.

Lag dagsins er 'Right on time' með 'Red hot chili peppers' af því að það er í play-listanum núna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?