<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 21, 2006

Its mí böfdei end æll kræ iff æ vontú! 

Eygló Stef til hammíggju með ammælið :) Góða skemmtun í kvöld!!!

En ég á líka ammæli í dag!!!
Óli og Karen, betur þekkt sem Hr. og Fr. Ulrich, fagna 6 mánaða sambands-afmæli sínu í dag. Þetta er að þeirra sögn brons-afmæli. Þau verða að heiman. Þau sem vilja minnast þeirra er bent á að senda þeim bara sms. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.

Hvenær fær maður gullið? Ég bara spyr?!? En ég er ótrúlega ánægður með þennan árangur og vil þakka kærusdunni minni stuðninginn og þolinmæðina síðastliðinn mánuðinn. Ekki nóg með að ég sé flottur gaur, þá er ég líka heppinn gaur.

En í aðrar skemmtilegar fréttir... Einn af mínum bestu vinum hringdi í mig í gær og tilkynnti þvílíkar gleðifregnir að ég byrjaði næstum að drekka kók aftur til að róa taugarnar! Ég spurði ekkert hvort ég mætti dreifa þessu... en það er nokkuð víst að það verður update á þessu atriði seinna... hversu seinna veit ég ekki... en það kemur, allaveganna fyrir júnílok, í allra, allra síðasta lagi.

Skrifi skrifi skrifi, skrifi, skrifi, hvað er bak við skrifi, skrifi, skrif?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?