mánudagur, janúar 23, 2006
Krúsí...
Hlynur var hérna hjá okkur skötuhjúunum um helgina. Hann fagnaði með okkur 6 mánaða ammælinu á Hereford steikhúsi þar sem að hann vann sér inn ís að loknum kvöldverði fyrir frábæra frammistöðu. Ég var ótrúlega ánægður með það að hann fyllti sjálfur út miðann sem maður á að fylla út fyrir þjónana; maður setur númer þess réttar sem maður vill á blaðið, hvernig maður vill fá kjötið steikt, hvaða sósu maður vill með og hvernig meðlæti. Hlynur skrifaði nafnið sitt sjálfur, númerið á réttinum (lambafillet), valdi sér piparsósu (vildi fá brúna sósu) og franskar með. Hann bað um að fá filletið medium rear og þannig kom það til hans. Alveg fullkomið og hann át rúmlega 100g af lambafillet, helminginn af frönskunum og eitthvað af grænmetinu. Þannig að það var auðsjáanlegt hvers vegna hann fékk ísinn fríann í eftirrétt.
Á sunnudaginn þegar við vorum á leiðinni í Borgarnes þá stoppuðum við hjá ömmu Lillu þar sem Hlynur bað hana um að prjóna fyrir sig sokka. Hann bað ömmu helst að hafa þá rauða. Ég átti ekki til orð, en það er greinilegt að hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að klæðast hinum hefðbundnum litum kynjanna þar sem að hann á fyrir bleikan bol sem hann klæðist ítrekað, enda fara þessir litir honum mjög vel.
Af öðrum málum þá rakst ég á Jónínu Möggu í skólanum í dag. Ég hitti Viggó úr 'leikritshópnum' í fjölbraut um daginn og hann sagði mér að hann hefði rekist á hana á vappi í Háskólabíói. Ég hitti hana svo í dag í Odda eftir að ég kom frá Guðnýju með ritgerðina mína. Það er gaman að sjá svona mörg andlit sem maður þekkir og ennþá skemmtilegra að sjá þau í framhaldsnámi að sækjast eftir æðri menntun.
Á meðan ég stóð úti í smók sá ég konu koma aðsvífandi á 'blússandi ferð' sem gæti nokkurn veginn litið þannig út að ef hún væri í blússu, þá stæði hún bein aftur frá henni þar sem ferðin var það mikil. Þetta er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún var greinilega í glænýjum skóm og þar sem hún stikklaði á stóru á hraðferð sinni sáust miðarnir á sólanum mjög vel. Annar miðinn var hvítur og það var greinilega 'innihaldslýsing' á skónum og efni þeirra og hinn var skær-appelsínugulur verðmiði. Ég vona bara að þessir skór hafa ekki verið 'heitir' í þeim skilningi að hún hafi nappað þeim, en hraðferðin og miðarnir voru nóg til þess að fá mig til að brosa út í annað og hverfa úr 'essay' gírnum, og þá er ég ekki að meina 'essay' á mexíkanskan máta.
Ég skila inn ritgerðinni á morgun og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því... fingers crossed á kantinum...
Lag dagsins er Barn móður náttúru eða Mother natures child með Bjöllunum.
Á sunnudaginn þegar við vorum á leiðinni í Borgarnes þá stoppuðum við hjá ömmu Lillu þar sem Hlynur bað hana um að prjóna fyrir sig sokka. Hann bað ömmu helst að hafa þá rauða. Ég átti ekki til orð, en það er greinilegt að hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að klæðast hinum hefðbundnum litum kynjanna þar sem að hann á fyrir bleikan bol sem hann klæðist ítrekað, enda fara þessir litir honum mjög vel.
Af öðrum málum þá rakst ég á Jónínu Möggu í skólanum í dag. Ég hitti Viggó úr 'leikritshópnum' í fjölbraut um daginn og hann sagði mér að hann hefði rekist á hana á vappi í Háskólabíói. Ég hitti hana svo í dag í Odda eftir að ég kom frá Guðnýju með ritgerðina mína. Það er gaman að sjá svona mörg andlit sem maður þekkir og ennþá skemmtilegra að sjá þau í framhaldsnámi að sækjast eftir æðri menntun.
Á meðan ég stóð úti í smók sá ég konu koma aðsvífandi á 'blússandi ferð' sem gæti nokkurn veginn litið þannig út að ef hún væri í blússu, þá stæði hún bein aftur frá henni þar sem ferðin var það mikil. Þetta er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún var greinilega í glænýjum skóm og þar sem hún stikklaði á stóru á hraðferð sinni sáust miðarnir á sólanum mjög vel. Annar miðinn var hvítur og það var greinilega 'innihaldslýsing' á skónum og efni þeirra og hinn var skær-appelsínugulur verðmiði. Ég vona bara að þessir skór hafa ekki verið 'heitir' í þeim skilningi að hún hafi nappað þeim, en hraðferðin og miðarnir voru nóg til þess að fá mig til að brosa út í annað og hverfa úr 'essay' gírnum, og þá er ég ekki að meina 'essay' á mexíkanskan máta.
Ég skila inn ritgerðinni á morgun og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því... fingers crossed á kantinum...
Lag dagsins er Barn móður náttúru eða Mother natures child með Bjöllunum.