<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 10, 2006

...og skipið skreið að landi... 

Þetta var víst fræg setning fyrir ofnotkun hennar í einu AD&D partýi hérna í denn... missti reyndar alveg af því... en þetta er þekktur frasi þegar hlutirnir ættu að ganga hraðar fyrir sig... Reyndar er þessi fyrirsögn ekki í réttu samhengi hér en það er bara hentugleikafyrirkomulag að þessu sinni.

Allaveganna... þá er komin rúm vika síðan ég bloggaði seinast og það gerist nú sjaldan. Ástæðan er reyndar góð, ég er að leggja lokahönd á ritgerðina mína. Ég hugsa að ég sé búinn með svona 70% af henni og ætla að skila henni inn á föstudaginn 13. janúar en lokaskil eru 17. jan þannig að ég hef helgina í endur- og úrbætur ef þarf. Svo er ég kominn í jólafrí!!! JESS!!! sem verður kannski í 5 mínútur af því að skólinn byrjar aftur 17. jan. Hehe... það er allt í lagi svosem... það kemur jólafrí eftir þetta.

Ef allt stenst þá byrja ég semsagt í mastersnámi 17. janúar og áætluð námslok verða sumarið 2007. Þá verð ég búinn að mastera uppeldisfræðina, kominn með svarta beltið í uppeldi og 'ready to kick some children-butt'!!! HAY-YA!!! WHA-DA!!!
Þið fattið hvað ég meina...
Vegna þrýstings hefur ungfrú Ulrich ákveðið að massa diplómanám og bíður samþykkis, þannig að það verður 'all_study' format í gangi á Eggertsgötunni.

Ég er bara að skrifa á fullu og tek mér pásu af og til, til þess að grípa í gítar. Keypti mér í jólagjöf um daginn Line6 Tonecore Roto-Machine pedal sem er algjör fkn snilld! Nú breytist gítarinn minn í gítar með Leslie/Hammond-sándi við mikinn fögnuð nærstaddra. Þetta er alveg klikkað sniðugt og býður uppá rosalega fjölbreytni. Notaði meira að segja tækifærið og plöggaði þessu í Orange lampann hérna hjá mér þó svo að það hefði getað kostað brottvísun úr íbúðinni. Ekki að það hafi verið hávaði... heldur að það heyrðist. Nágranninn frá Helvíti var reyndar ekki heima, líklegast verið á hinu heimilinu sínu... því ég sá bílinn hennar stuttu eftir að ég hætti að spila og þá rauk úr honum öllum... eins og hann hafi verið alelda...

Eníhú... alltaf gaman á Eggertsgötunni. Hlynur kom aftur um helgina og naut samvistar Nínu á laugardaginn áður en hún fór með Helgu sys aftur til Germ-að-nýju. Þau skelltu sér í pottinn hjá mömmu Rokk en breyttust þó ekki í jólasveininn Pottrétt sem er víst einn af þessum nýju jólasveinum.

Svona lítur hringekkjan (eins og Karen kallar hana) út en hún hljómar 10 sinnum betur en hún lítur út, og ekki lítur hún illa út :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?