<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 25, 2006

Í dag beibí... Í dag... 

útskrifast ég sem uppeldis- og menntunarfræðingur!!! Flooooottttttur gaur!!! Ég er með smá fiðrildi í maganum verð ég að viðurkenna. Ég fékk útskriftargjöf í gærkvöldi frá kærustunni minni. Hún hafði stolið minnislyklinum mínum, farið með ritgerðina mína og látið binda hana inn, svona keppnis, þannig að ritgerðin mín er eins og bók! MY FIRST BOOK!!! :þ Ótrúlega flott gjöf. Ég er ótrúlega uppi með mér yfir þessu eintaki og það verður notað til þess að kynna ritgerðina í kaffinu á morgun og svona.

Mamm'erenn í eld'úsinu eikkvað a fástvið mat... Mamma krúttí hringdi í mig á fimmtudaginn... í einhverjum panik yfir kaffinu/veislunni sem verður haldin á Jörundarholtinu seinna í dag. Við skiptum með okkur veisluföngunum, þ.e. mamma sér um allar kræsingarnar, skaffar húsið og ég kem þangað með hálfa ættina, brauðrétti og sting svo af! Flottur gaur... Ég er samt ótrúlega ánægður að hún sé til í að hafa þetta hjá sér og eins og Karen myndi orða það þá fær hún bókað plús í kladdan hjá Guði fyrir vikið. Ég er samt ótrúlega auðmjúkur gagnvart þessari útskrift... það er kannski vegna þess að ég er ennþá í námi og ekki hættur í skólanum. Mér finnst þessi áfangi ótrúlega mínimalískur en það sekkur kannski betur inn þegar ég tek við plagginu í dag. Ég er allur með hugann við M.Ed. námið mitt núna, kominn með góða hugmynd að verkefni og allur að spennast upp út af stressi fyrir það :þ segi svona... ég hlakka ótrúlega til þegar ég klára masterinn... þá ætla ég að hafa MEGA-veislu og hafa hljónst og svona (sem ég verð náttúrulega í...). En það kemur seinna.

Hlynur er alveg klikkað flottur með hanakambinn og við feðgarnir verðum flottir saman á morgun. Guðný Guðbjörns, kennari, var einmitt að ræða um það um daginn í tíma að það væri núna samfélagslega viðurkennt fyrir karlmenn að klæðast bleiku; bleikri skyrtu, bleiku bindi, bleikum bol o.s.frv. á þeim forsendum að þeir karlmenn væri með 'sterka kynímynd' og það er gaman að hugsa til þess að Hlynur sér allt í bleiku núna, ég verð í bleiku á morgun og sonurinn með hanakamb. Hlynur valdi klósettbursta í Húsasmiðjunni hjá Svabba í dag - bleikan, og svo bað hann mig um að kaupa fyrir sig nýtt handklæði - bleikt, af því að handklæðið 'hans' væri orðið svo slitið eftir þurrkarann. Þess til gamans má geta að ég spurði Hlyn í dag, í algjöru sakleysi, hvað karlmennska væri.
É: Hlynur, hvað er karlmennska?
H: Uhh... menn?
É: Já, hvernig menn?
H: Kvenmenn?

Ég beit í vörina á mér til þess að hlægja ekki.
Við fórum svo í Ikea og keyptum nýtt rúm fyrir pönkarann litla. Hann er nú eiginlega með aðeins of dýran smekk fyrir mig þessi drengur (eins og er) en komst loks að niðurstöðu með rúm og var ótrúlega miður sín þegar hann hélt að rúmið kæmi ekki fyrr en að hann væri sofnaður. Hann var reyndar alveg kominn á það að það væri algjör snilld að sofa í sófanum af því að það væri svo notalegt að hafa sófann, stofuna og sjónvarpið út af fyrir sig í fyrramálið. Rúmið var sent heim og kom um 8 þannig að við náðum að skella fótunum undir, fara í sturtu og príla uppí nýja rúmið fyrir 9 þannig að það var allt í góðum gír. Hann sefur svo núna eins og engill, á sínu græna. Þetta er nefnilega kosturinn við að vera kominn í 'stærra'... en það er ákvæðin fjölskyldustemning hérna hjá okkur á Eggertsgötunni... með þrjár broskallablöðrur í glugganum í mismunandi stærð (til þess að tákna hvert okkar) og tvö rúm í sitthvorum hlutanum í svefnherberginu. Þetta er bara eins og það var þegar torfþökin voru ennþá í tísku, þó svo að margt annað hafi breyst síðan þá :þ

Allaveganna... þá vill ég benda glöggum lesendum á að þessi póstur er skrifaður eftir miðnætti aðfararnótt laugardagsins 25. feb. og þess vegna er hann ýmist í þátíð, nútíð eða framtíð... þið skiljið... ég nenni bara ekki að breyta þessu að svo stöddu.

En ég held að þetta sé nóg fyrir ykkur í bili. Ég er líka frekar aumur í puttunum og höndunum eftir öll þrifin undanfarna daga. Þóra systir hjálpaði mér eiginlega ein með mestalla flutningana yfir og ég verð nú bara að segja að þrautsegja og styrkur hennar kemur mér endalaust á óvart. Hún þreif eiginlega nýju íbúðina ein síns liðs (já, það þurfti að þrífa hana eftir að eigandinn skilaði henni af því að það var ótrúlega crappy gert) og svo bar hún c.a. helminginn á móti mér yfir. Karen létti svo verkið þegar hún kom úr vinnunni og Nonni kom svo að loknu prófi og tók 3 ferðir :) Margar hendur vinna stórt verk í færri handtökum (Ólismi). Allaveganna. Ég bið að heilsa ykkur og bið ykkur vel að lifa í framtíðinni með einn enn brjálæðinginn til þess að 'hræra' í börnunum ykkar ;)
Rokkarinn kveður í bili, takk fyrir þolinmæðina.

Lag dagsins er It Ain't Over 'til It's Over með Lenny Kravitz og ég stimpla mig inn á morgun til að láta ykkur vita þegar ég er kominn með pappírinn í hendurnar ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?