<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 27, 2006

Hann á útskrift í dag... 

Útskriftarveislan og partýið voru alveg æðisleg skemmtun í alla staði. Fékk eiginlega alla fjölskylduna í kaffiveislu og eiginlega alla af mínum bestu vinum í partýið um kvöldið. Til að gera langa sögu stutta þá var ég einhvern tímann búinn að reifa hugmyndir Jonna um nám mitt á sínum tíma hérna á blogginu. Jonni stóð fast í þeirri trú að ég væri að læra að vera kona... einfaldlega af því að ég væri í uppeldis- og menntunarfræði. Þessi umræða spratt reyndar upp í kringum byrjun náms míns þegar ég sat kúrs í kynjafræðinni og var að tileinka mér feminískt sjónarmið. Í partýinu fékk ég svo rós og rauðvín frá Jonna og Villa, rauðvínið fyrir karlinn í mér og rósina fyrir konuna í mér. Svo kom aðalgjöfin frá þeim: lag! Frumsamið lag eftir þá félaga sem þeir fluttu fyrir mig og aðra gesti partýsins. Lagið er svona:
Hann á útskrift í dag,
hann á útskrift í dag,
hann Óli á útskrift,
hann á útskrift í dag.

Hann er kona í dag,
hann er kona í dag,
hann Óli er kona,
hann er kona í dag.

Æðislegur pakki!!! Gráti næst þakkaði ég kærlega fyrir mig og allir hlógu.
En ég fékk ótrúlega mikið af æðislegum pökkum; grill, inneign hjá IcelandExpress, inneign hjá Tónastöðinni, You-likeh-deh-pepfper-stauk o.fl. En mest þótti mér vænt um að sjá allt þetta fólk og að þau skulu hafa fagnað með mér þessum áfanga í lífinu!

Það er skemmst frá því að segja að ég 'lagði' mig snemma Í partýinu og næstum því 2 bjórkútar kláruðust ofan í 20 manns!!! Það var mikið sungið, spjallað og einnig rifist og grátið... þetta var semsagt keppnis-partý!

En lífið heldur áfram og við skötuhjúin erum næstum því búin að koma okkur fyrir á nýjum stað.

Ég er ótrúlega hamingjusamur og þakklátur í dag, þreyttur og lúinn... flutningur á verkefni á morgun, próf á fimmtudaginn og allt að gerast... ég ætla samt að reyna að koma öllu því sem þarf að gera í dag í verk í dag... svo þarf maður að byrja að læra fyrir próf.

Takk fyrir mig allir og lifið heil. Lag dagsins er Thank you með Led Zeppelin

This page is powered by Blogger. Isn't yours?